Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 12
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM tíma sem hann starfaði, og svo þegar hann gafst upp, varð að fá nýjan mann óvanann. Þrátt fyrir þessar misfellur, var þó árangur- inn af kennslunni furðu góðar. Samt sem áður sátu börnin tals- vert að baki þeirra barna er numið höfðu að Þórustöðum, og hinum öðrum betri skólum sýsl- unnar. Kennsluáhöld eru góð við Brunnastaðaskóiann og vel með farin, borð og bekkir góðir, sömuleiðis skólastofan. Þó vant- ar þar nokkuð við skólana, ef vel á að vera. Gangurinn meðfram hliðinni er allt of mjór, fyrir því hafa börnin ekkert skýli til í vondum veðrum, eða bleytum. Það er því nauðsynlegt að byggja skúr við skólahúsið, er geti orðið skýli, leiksvið og leikfimisalur fyrir bðrnin. Nú þegar víst er orðið að manna- skipti verða við báða skóla hér- aðsins, er skólanefndinni áríð- andi að vera vönd að vali kenn- ara er hún felur æskulýð sveitar- innar til kennslu og fyrirmyndar. Vegna veikinda þeirra er legið hafa í landi í Brunnastaðaskólan- um, þarf skólanefndin að gera rækiiega sótthreinsun helst með læknisráði, því hér er mikið í húfi. Helst ætti svo húsið að standa autt í sumar með sem minnstum umgangi kring um það, svo sól og loft gætu unnið sitt verk til útrýmingar öllum sóttkveikjum. Bréf þetta sendist með skólaskýrslunni til stjórnar- ráðsins." Eins og fram kemur í bréfi þessu þurfti að ráða nýjan kennara fyrir næsta ár. Skólanefndin ákvað á fundi sinum 18. apríl 1909 að ráða Harald Sigurðsson real. stud. á Sjón- arhóli sem kennara, með því skil- yrði þó að hann útvegaði sér vott- orð frá Jóni Þórarinssyni umsjónar- manni fræðslumála um að hann væri talinn fullgildur kennari. Um kennsluna veturinn eftir segir Janus Jónsson í bréfi sínu til fræðslumálastjóra að kennslan hafi farið fram á tveimur stöðum, Suður- koti og Norðurkoti og hafi kennar- inn Haraldur Sigurðsson kennt sinn daginn á hvorum stað. Telur Janus að um framför barnanna hafi orðið minni en ætla mætti að hún hefði orðið ef kennt hefði verið allan vet- urinn á sama stað. Börnin höfðu yf- irleitt ekki náð „venjulegum þroska", skriffimi þeirra mjög ábóta- vant og þau skammt á veg komin í reikningi, þá var réttritunarkunn- átta mjög ófullkomin. Janusi fannst Haraldur kennari frekar daufur sem hann segir trúlega stafa af því að hann sé ekki heill heilsu. í framhaldi af þessu kemur fram í fundargerð skólanefndar 10. júlí 1910 að Jón Þórarinsson hafi skrifað nefndinni bréf þar sem þess er kraf- ist að Haraldi yrði sagt upp störfum og skólinn auglýstur. Það var gert og Árni Theodór Pétursson var ráð- inn kennari. í ráðningarsamningi hans kemur fram að kennslan skuli standa í 6 mánuði og kennt skuli annan hvern dag í hvorum skóla, Suðurkoti og Norðurkoti 4 tíma á dag. Allt leit því út fyrir venjulegt skólahald á Vatnsleysuströnd næsta vetur. Því var þó ekki að heilsa, þar sem innanheiðarmenn fóru fram á það haustið 1910 að komið yrði á barnafræðslu á komandi vetri á Vatnsleysu. Ástæður fyrir beiðni þessari voru m.a. þær að vegalengd sú sem börnin þurftu að fara var mjög löng og vegna fátæktar tveggja bænda, sem áttu fimm börn á skólaskyldualdri, en auk voru sjö börn af sömu bæjum.Erfitt væri að koma svo mörgum börnum fyrir svo að þau gætu notið fulirar fræðslu í aðalskólanum og ennfremur ókleift fyrir bændurna tvo að komast fram úr þeim kostnaði sem slík viðlega myndi hafa í för með sér. Vegna þessa og einnig vegna þess að Bjarni Stefánsson, bóndi í Vatns- leysu, lofaði að lána húsnæði til kennslunnar samþykkti skólanefnd- in að verða við beiðni þessari. Enn- fremur ákvað hún að leggja niður skólahald í Norðurkotsskólanum sama haust. Norðurkotsskólinn var síðan seldur Guðmundi Guðmunds- syni í Landakoti í janúarmánuði 1911. Kristmann Runólfsson var ráð- inn kennari við Vatnsleysuskólann haustið 1910 og kenndi hann þar þann vetur og þann næsta, 6 mán- uði hvorn vetur. Skólahald var hefð- bundið í Suðurkotsskólanum og kenndi Árni Th. Pétursson þar 6 mánuði á ári, eins og fyrr segir. Það sem að ekki leit út fyrir að skólahald á Vatnsleysu yrði bundið við örfá ár, var í janúar 1911 ákveðið að ráðast í skólabyggingu þar. Það var og gert sumarið eftir og hófst kennsla það haust í nýju húsi. Haustið 1912 er ingvar Gunnars- son Skjaldarkoti ráðinn kennari við Vatnsleysuskólann og kenndi hann þar til vorsins 1914. Kennsla liggur síðan þar niðri næstu ár og var á tímabili (um 1920) hugleiddur sá möguleiki að selja skólahúsið þar. Frá þeim vetri fór því kennslan aftur fram á einum stað, þ.e.a.s. í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi. Þoð hefúr veríð skammt stórm högga ó milli I byggingarmálum skólans, þvi árið 1944 er lokið byggingu á nýju skólahúsi við hliðþessagamla. Þótti það hús hiðglœsilegasta og var skólastarþð þar til húsa, þar til Stóru-Vogaskóli tók til starfa árið 1979. 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.