Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 28

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 28
Börnin sem selja Faxa Þau eru orðin mörg börnin sem hafa lagt Faxa lið í gagnum tíðina. Marg oft hefur maður héyrt þá sem fullorðnir eru í dag minnast þeirra daga, þegar Faxi var að koma út og menn keppt- ust um að fá blaðið sem fyrst til að komast til fastra viðskipta- manna á undan öðrum. Tengsli barnanna við Faxa var ekki hvað síst mikil, þegar Hall- grímur heitinn Th. var ritstjóri. Hann var kennari við barnaskól- ann og það voru því hæg heima- tökin að láta börnin fylgjast með útkomu blaðsins. Þá þekkti hann öll sölubörnin og fylgdist með þeim í skólanum. í eina tíð tíðkaðist það að verðlauna þau sölubörn sem mest seldu. Birtust þá gjarna myndir af þeim í blaðinu. I dag er afgreiðsla blaðsins að Hafnar- götu 79 og koma börnin þangað, þegar þau frétta að Faxi er á leiðinni. Þau fylgjast mjög vel með því. Þau sjá um Keflavík og Njarðvík, en í hinum sveitarfé- lögunum eru það n.k. umboðs- menn Faxa sem selja blaðið. Við birtum nú hér til gamans mynd af mesta sölumanni okkar, honum Jóni Jóhannssyni. Það er sama hvað hann fer út með mörg blöð, hann selur þau öll. Hver veit nema við höfum fljót- lega sölukeppni fyrir sölubörnin okkar á næstunni. Hressir körfuboltastrákar Faxi leit inn á æfingu hjá yngstu strákunum í körfuboltanum. Þessir strákar eru mjög áhugasamir (og háværir) — flestir þeirra æfa víst fótbolta líka. Margir þeirra eru orðnir mjög snjallir leikmenn og hafa fullan hug á að feta í spor hinna eldri hérna á Suðurnesjum. Strákarnir voru strax til í að sitja fyrir hjá okkur og sýndu sigurmerkið, því meistaraflokkur karla hjá ÍBK átti að leika gegn UMFN um kvöldið. Strákarnir hafa örugglega ekki látiö sig vanta á leikinn sem ÍBK reyndar vann. Við hlökkum til að fylgjast með þessum hressu strákum í framtíðinni. Stóriðja á Suðurnesjum! Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram hér á landi um nýja álverksmiðju. Virðist ekki ólíklegt að til tíðinda dragi áður en mjög langur tími líði. Allmargir staðir á landinu hafa verið nefndir í sambandi við staðsetningu á álverksmiðju. Gefur það auga leið, að það verður mikil lyftistöng fyrir þau byggðalög, þar sem álverksmiðja verður á endanum byggð. Oft hafa Suðurnes verið nefnd í þessu sambandi, enda bendir margt til, að hér sé heppilegur staður fyrir verksmiðjuna. Er víst fyllilega tímabært að íbúarnir velti þessu máli rækilega fyrir Áhugi fyrir ferðamálanámi Málaskólinn Mímir sem er rekinn af Stjórnunarfélagi íslands býður nú Suðurnesjabúum upp á 12 vikna ferðamálanám. í kynningarbréfi frá skólanum sér. Þá er því við að bæta, að til tals hefur komið, að stórfyrir- tækið Butler setji upp hér á landi verksmiðju er framleiði þilplötur þar sem m.a. verður notaður vikur við framleiðsluna. Helguvík hefur verið nefnd í þessu sambandi, þannig að sjá má, að ýmislegt er á döfinni. starfa og sitja í henni eftirtaldir: Frá Njarðvík eru það Oddur Einarsson, Albert K. Sanders og ísleifur Guð- leifsson, en frá Keflavík eru það Guðfinnur Sigurvinsson, Þorsteinn Árnason og Hafsteinn Guðnason. Guðfinnur Sigurvinsson er formað- ur stjórnarinnar. Nýr lóðsbátur - Auðunn Hinn merkisatburðurinn sem við vildum segja frá er koma nýja lóðs- bátsins. Hér er um að ræða 20 tonna bát sem smíðaður er hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og kostaði hann um kr. 15 milljónir. Var honum gefið nafnið Auðunn. Lóðsbáturinn sem fyrir var var kominn nokkuð til ára sinna, var hann smíðaður 1959 og var all- miklu minni, eða um sex tonn. Eru uppi ráðagerðir um að hann endi ævi sína á leikvellinum við Garða- sel. Það er öruggt, að hinn nýi lóðs- bátur mun koma sér vel fyrir starfs- menn hafnarinnar, ekki síst þar sem höfnin í Helguvík er nú komin til sögunnar. Er bjartsýnn á ftamtíðina Um leið og við þökkum Pétri fyrir spjallið og upplýsingarnar, þá spyrj- um við hann að lokum, hvernig honum lítist á að reka höfnina, nú eftir að bæirnir hafa eignast hana á nýjan leik? „Þess ber að geta, að höfnin í Helguvík er einnig með í þessu nýja fyrirtæki og því er þetta nokkuð breytt dæmi. Ég er nokkuð bjart- sýnn á, að okkur takist að reka þess- ar hafnir með eigin rekstrartekjum. Ég tel, að þetta hafnarsvæði allt eigi töluverða möguleika fyrir sér í framtíðinni." HH. 28 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.