Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 21

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 21
SKÚLIMAGNÚSSON: Blaðaútgáfa í Keflavík 1. HLUTI Faxi Svo hefur verið talið að með út- gáfu Faxa hefjist blaðaöld í Keflavík. I tímaritaskrá þeirra Einars Sigurðs- sonar og Böðvars Kvaran, frá 1966, er eitt biað talið eldra, Pósturinn, sem út kom 1921. Þegar ég fór á stúfana til að kynna mér þetta blað, kom í Ijós, að það var ekki til á Landsbókasafni. Fór ég því vestur í Háskólabókasafn og þar fannst Pósturinn frá 1921. Við nánari athugun kom í Ijós, að Pósturinn var ekki gefinn út í Kefla- vík, heldur Kirkjuvogi. í tímarita- skránni stendur um útgáfustað: „Kirkjuvogur pr. Keflavík." Ljóst er því að blaðið kom út í Kirkjuvogi í Höfnum, er fékk póst sinn sendan um Keflavík. Það var Óskar Sæ- mundsson sem gaf póstinn út og hefur blaðið inni að halda verðlista yfir ýmsar smávörur sem Óskar hafði á boðstólum og sendi mönn- um gegn póstkröfu. Verður því ekki rætt frekar um Póstinn, en þess get- ið að líklega er hann fyrsta og eina blaðið, sem komið hefur út í Höfn- unum, enda kolfágætur. Þann 10. október árið 1939 var stofnað félag í Keflavík sem í fyrstu lét lítið yfir sér. Fékk það nafnið Mál- fundafélagið Faxi, og félagsmenn þess voru 12 talsins — eins og post- ularnir forðum. Ekki hafði félagið starfað nema rúmt ár þegar hug- mynd um blaðaútgáfu innan félags- ins bar á góma. Skyldi nú sáð því fræi sem stórvaxinn stofn spratt af og sem ber margar og langar grein- ar inn á öll svið þjóðlífsins. Hugmyndin um sérstakt blað er félagið gæfi út kom fyrst fram á fé- lagsfundi heima hjá Ingva Loftssyni 24. október 1940. I fundargerð segir svo um blað- hugmyndina: „Hallgrímur Björns- son var frummælandi fundarins og hélt góða tölu um blaðaútgáfu í Keflavík. Voru honum allir sam- mála um þörfina á blaði, en enginn fundarmanna var svo djúpt sokkinn að vera blaðamaður, og þar af leið- andi var ekki hægt að gjöra sér grein fyrir, hvað útgáfa blaðs myndi kosta----“. Um blaðið var síðan rætt fram og aftur uns klukkan á veggnum sló sín tólf högg. Héldu menn þá heim. „Sumum varð ekki svefnsamt er heim komust. En þá, sem sofnuðu loksins, dreymdi þig í dýrðarljóma meðal lýðs síns, flytjandi frumsamd- ar greinar, frumort ljóðmæli, og ábatasamar auglýsingar. Þannig hófst draumurinn um Þ‘g.“ A þessa leið minntist Kristinn Reyr aðdraganda útgáfu Faxa í af- mælisblaðinu 1950. Næsti fundur málfundafélagsins, sem var sá tuttugasti og sjötti í röð- inni, var haldinn 31. október 1940, á heimili Ragnars Guðleifssonar. Aftur hóf Hallgrímur Th. Björns- son máls á blaðaútgáfu. Síðan var málið mikið rætt og loks samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd „sem afli sér nákvæmra upplýsinga um útgáfukostnað blaðs, hjá mönnum, sem hafa nægan kunnugleik á því sviði. Nefnd þessi leggi síðan athug- anir sínar fyrir fund í félaginu". Tillagan var samþykkt samhljóða og þessir menn kosnir í nefndina: Hallgrímur Th. Björnsson, Valtýr Guðjónsson og Kristinn Pétursson. Fjórum vikum seinna skilaði nefnd- in svofelldu áliti: „í sambandi við blaðaútgáfu mál- fundafél. Faxi hefur undirrituð þar til kosin nefnd aflað sér upplýsinga um væntanlega útgjaldaliði blaðs- ins, áætlað tekjur þess, gert tillögu um nafn þess, skipulag og efnisval eins og fram kemur í eftirfarandi greinum: Lgr. Tekjur: Auglýsingar ............ kr. 100,00 Sala 300 eint. á 0,35 .... kr. 105,00 Gjöld: Prentsmiðjukostn. Kr. 205,00 á 500 eint .. kr. 100,00 Pappír . kr. 20,00 Myndamót Söluskattur .. kr. 30,00 (blaðadrengir) .. kr. 15,00 Ymislegur kostnaður .. .. kr. 30,00 Tekjur umfram gjöld .. .. kr. 10,00 Kr. 205,00 2. gr. Samkvæmt 1. gr. leggur nefndin til að málfundafélagið Faxi í Kefla- vík gefi blaðið út. 3. gr. Nefndin leggur til að blaðið heiti „Keflvíkingur". 4. gr. Félagið kýs 2—3 ritstjóra, sem jafnframt eru ábyrgðarmenn. Þeir hafa aðalstjórn blaðsins á hendi, taka við greinum í það, og leita því stuðnings. Ennfremur kýs félagið 3ja—5 manna ritnefnd, sem kýs úr sínum hópi gjaldkera blaðsins, en hann annast dreifingu og innheimtu þess. Ritnefnd aðstoðar ritstjóra um öflun efnis. Rísi ágreiningur innan ritstjórnar um efnisval eða einstak- ar greinar, skal ritnefnd tilkvödd. Skal afl atkvæða ritstjórnar og rit- nefndar á sameiginlegum fundi skera úr um slík mál. 5. gr. Nefndin leggur ennfremur til, að blaðið ræði fyrst og fremst málefni, er snerta Keflavík og Suðurnes. Menningarmál byggðarlaganna: skólamál, lestrarfélagsmál, skemmtanir, kvikmyndasýningar, bindindismál o.s.frv. Framfaramál: útgerð, hafnarmál, iðnaðarmál, ræktunarmál, o.fl. Heilbrigðismál: m.a. vatns- og skolpveitumál. Raf- magnsmál o.tl. FAXI 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.