Faxi


Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 8
FRAMHALD Á BLS. 25 I Gleðilega hátíð, góðir kirkjugestir. Það að vera boðið að stíga í stól Keflavíkurkirkju á nýársdag er mik- ill heiður fyrir mig. Mér fannst þetta vera tæki, sem ég mætti alls ekki láta frá mér fara, og sagði því já við boðinu. En svo kom að því að setja eitt- hvað á blað, sem hugsanlega vekti áhuga ykkar, góðir kirkjugestir. Þetta vafðist mjög fyrir mér og ég var farinn að hafa miklar áhyggjur af þvl að hafa samþykkt þetta boð. Að lokum ákvað ég því að reyna að ræða um hlutverk þjónustu- klúbbanna hér í okkar byggðalagi og þann frítíma sem við eigum frá vinnu okkar. Hvernig fólk núorðið eyðir þessum tíma. Þjónustuklúbbar þeir sem starfa í Keflavík eru nokkrir, og mun ég, hér á eftir ræða um brot af því sem þeir hafa starfað að. Elsti þjónustuklúbb- urinn hér um slóðir er Rótarýklúbb- ur Keflavíkur, Lionsklúbbarnir eru tveir, svo er Kiwanisklúbbur Kefla- víkur og Soroptimistaklúbbur Kefla- víkur. Einnig eru til kvennaklúbbar sem starfa samhliða Rótarý, Lions og Kiwanis og er þá í flestum tilfellum um klúbba eiginkvenna viðkom- andi klúbbfélaga að ræða. Reglur um félagsaðild að þessum þjónustuklúbbum eru mismunandi en sumir þeirra eru starfsgreina klúbbar. Þannig að aðeins einn úr hverri starfsgrein á rétt á tilnefningu til félagsaðildar. Komast því stund- um færri að en vilja. Við sem störfum í þessum þjón- ustuklúbbum, getum fullvissað ykk- ur um, að það er mannbætandi að taka þátt í starfi þeirra. Og að þeir aðilar sem vinna mest að góðgerð- armálum innan sinna klúbba upp- skera líka mest í þjónustu við aðra. Það er hægt að benda á jólatré- sölu þeirra Kiwanisfélaga, þeir nota ágóðann til þess að styrkja t.d. Þroskahjálp á Suðurnesjum. Allt starf þeirra er unnið í sjálfboðaliðs- vinnu. Þriðja hvert ár efna Kiwanisfélag- ar tii landssöfnunar og selja þeir Kiwanislykilinn, undir slagorðinu „Gleymið ekki geðsjúkum" ágóði af Omur Stcinddrsson cr hcr ud flytju nc()u ú Kólurýfundi. Ljösmynd Hcimir. Rœða Ómars Steindórssonar í Keflavíkurkirkju á nýársdag um hlutverk þjónustu- klúbbanna á Suðurnesjum söfnun þeirra hefur m.a. leitt til kaupa á húsnæði fyrir geðsjúka, er þeir koma út af sjúkrahúsum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Rótarýklúbburinn hefur árlega boðið öldruðum á Suðurnesjum í dagsferð um Vestur- og Suðurland, undir góðri leiðsögn. Einnig er sér jólafundur, þar sem eldri borgurum bæjarins hefur verið boðið. Rótarýklúbburinn styrkir ár hvert ungt æskufólk til náms erlendis og tekur í fóstur erlenda nemendur til náms hér heima. Lionsklúbbarnir hafa styrkt sjúkrahúsið og heilsugæslustofuna með gjöfum á margs konar sér- tækjum, sem þeir hafa safnað fyrir t.d. með sölu félaganna á perum í hvert hús á svæðinu. Einnig hafa þeir stutt Þroskahjálp með leikfanga- og tækjagjöfum. Það er óhætt að segja að þessar stofnan- ir væru mun verr búnar í dag, ef Lionsfélaga nyti ekki við. Ekki má gleyma því að þeir gefa einnig öll- um öldruðum sem er á stofnunum hér á Suðurnesjum, jólagjafir ár hvert. Þá standa allri Lionsfélagar í land- inu að söfnun á fimm ára fresti, þar sem þeir selja rauðu fjöðrina. I ár rann t.d. það fé sem safnaðist, til kaupa á húsnæði fyrir storslasað fólk sem ekki er hægt að vista á venjulegum sjúkrastofnunum. Soroptimistakonur hafa aðallega séð um sjúk-aldraða, með því að safna fé til að kaupa sérstök sjúkra- rúm sem þær hafa síðan afhent við- komandi stofnunum, þar sem aldr- aðir dvelja. Það mætti lengi telja upp það sem er á dagskrá þessara félagasamtaka, sem bætir mannlífið og er öðrum til góðs. T.d. eru allir þessir þjónustu- klúbbar meðlimir að alþjóðahreyf- ingum og í gegnum heildarsamtök hverrar hreyfingar fyrir sig er verið að vinna að stórkostlegum málefn- um. Alþjóðahreyfing Rótarý ætlar að minnast 100 ára afmælis síns, árið 2005, með því að hafa bólusett öll börn í þróunarlöndunum, fyrir polio eða lömunarveikinni. Söfnun meðal allra félagsmanna, en þeir eru nærri 11 hundruð þús- und, hófst fyrir 4 árum og er nú búið að safna sem svarar yfir 15 milljörð- um ísl. kr. 509 milljónir barna í 90 þjóðlöndum hafa verið bólusett, en bóluefnið þarf að gefa hverju barni þrisvar sinnum. Bólusetning fer fram í samvinnu við alþjóðleg heilbrigðissamtök eins og t.d. þær deildir Sameinuðu þjóðanna sem þetta heyrir undir. Og þær eru ófáar stundirnar sem sjálfboðaliðar innan Rótarýhreyf- ingarinnar hafa gefið til þess að mæta á staðinn og aðstoða við þetta mikla verkefni. Starfsmenn Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (skammstafað WHO) telja miklar líkur á, að búið verði að uppræta lömunarveikina fyrir árslok 1990 í Suður Ameríku og um aldmótin, í öðrum þeim lönd- um heims þar sem lömunarveikin fyrirfinnst í dag. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlar, að í dag fái tveir þriðju allra barna í þróunarlöndunum þrjá skammt af bólusetningarmeðalinu fyrir eins árs afmælisdaginn sinn. Arið 1974 voru það minna en 5% barna sem fengu þessa bólusetn- ingu. Þá er ótalin hin mikla barátta allra þessara samtaka fyrir friði í heimin- um. Haldnar hafa verið miklar frið- arráðstefnur þar sem ólíkir hópar hafa mæst til þess að reyna að finna leiðir til meiri og betri friðar í þess- um stríðshrjáða heimi sem við bú- um í. Vinur minn Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri á Selfossi, var í október sl. beðinn að mæta sem fulltrúi for- seta alþjóðahreyfingar Rótarý á um- dæmisþing Rótarýklúbbanna á ír- landi, sem hann og gerði. Eftir heimkomuna sendi hann mér nokkrar línur um heimsóknina og þar kom m.a. fram. Eins og þið vitið öll er írland tví- skipt og miklar væringar meðal íbúa landshlutanna, stöðugt er verið að drepa fólk og eyðileggja mann- virki, í þessu stríðshrjáða landi. A þessu þingi sem var fyrir landið allt, sem sagt bæði norður og suður Irland, kom fram að landamæri 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.