Faxi


Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 7
honum að þakka. Góðvild hans, hjálpfýsi og drengskapur voru eig- inleikar, sem ég þreifaði oft á í fari hans og fékk ríkulega að njóta. Sérstaklega verður mér minnis- steður veturinn sem hann gegndi skólastjórastörfum við Gagn- ffaeðaskólann í Keflavík. Þá kynntist ég því betur en nokkru sinni fyrr hvílíkur öndvegismaður Bjarni var og hve sýnt honum var unt meðferð þeirra mála, sem köll- nóu að og kröfðust úrlausnar hverju sinni. Árið 1973 var Bjarni skipaður skólastjóri við Grunnskóla Njarð- víkur og gegndi hann því starfi um hu ára skeið, til ársins 1983. Eftir að hann hvarf frá skóla- stjórn starfaði hann við Fasteigna- söluna að Hafnargötu 27 í Kefla- v>k, en það fyrirtæki hafði hann rekið um alllangt skeið ásamt Hilmari Péturssyni. Þar gat hann notið menntunar sinnar á vett- vangi viðskipta. En hitt var þó ekki síður mikilvægt í því starfi, hvern mann Bjarni hafði að Seyma. I sambandi við námsferil Bjarna niá þess hér einnig geta, að auk viðskiptafræðinnar tók hann tvö shg í dönsku og uppeldisfræðum við Háskólann árið 1954. Og við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn var hann við framhaldsnám 1968—1969. Bjarni var mikill félagsmála- maður og tók virkan þátt í ýmsum °pinberum málum Njarðvíkinga °8 gegndi þar margþættum félags- °8 trúnaðarstörfum. Hann átti Saeti í hreppsnefnd Njarðvíkur á árunum 1968—1976. A sama tíma var hann í ýmsum nefndum hjá hljarðvíkurhreppi, svo sem fram- talsnefnd og skólanefnd. Þá átti hann í allmörg ár sæti í stjórn Ung- ^tennafélags Njarðvíkur. Um ^okkurt skeið var hann formaður Efamsóknarfélags Keflavíkur eftir ?ó hann fluttist þangað árið 1976. Oddfellow-reglunni var hann V'fkur og traustur félagsmaður. Síðast en ekki síst ber þess að J^'nnast, að Bjarni var ekki einn á háti á sinni lífssiglingu. Hann var ^ nnkiii hamingjumaður í einkalífi sinu. Við hlið sér átti hann þann lífs- órunaut, sem ávallt var honum hjessun og styrkur í miklu og dáð- r'ku ævistarfi — og um leið Ijós- 8)afi hans og hamingjuvaldur. Það Var eiginkona hans. Hún heitir ^uðrún Soffía Björnsdóttir frá ^rney á Breiðafirði. Börn þeirra eru sex talsins og öll á lífi. Elstur er yunnar Örn Arnarson, kerfisfræð- Jógur og nú kennari í Keflavík. (Hann er stjúpsonur Bjarna). Kona hans var Arnbjörg Guðmunds- dóttir. Þau slitu samvistir fyrir nokkrum árum. Þá er Anna Ólöf, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Jóni Erlendssyni forstjóra, næstur er Björn, varðstjóri í sérsveit lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Guðrúnu Skúladóttur, þau búa í Ytri-Njarðvík, Einar Sig- urður er rafvirki á Akureyri, kvæntur Sigríði Gísladóttur fóstru, Fanney Sigurlaug er húsmóðir í Keflavík, gift Þorvaldi Heiðari Ól- afssyni rafvirkja og yngstur er Bjarni Svanur, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri hjá Sindrastál hf., kvæntur Guðrúnu Erlu Richards- dóttur skrifstofumanni. Þau búa í Reykjavík. Þó að Bjarni væri lengst af störf- um hlaðinn og yrði þeirra vegna að vera mikið að heiman, þá var hann eigi að síður framúrskarandi góður og umhyggjusamur heimil- isfaðir. Hann unni heimili sínu og þar átti hann, í samfélagi ástvin- anna, sínar bestu og helgustu hamingjustundir. Síðast lágu leiðir okkar Bjarna saman seint í október á siðastliðnu ári, þegar við Oddfellow-bræður á Akranesi heimsóttum félagana í Keflavík. Það var gaman að hitta hann þá. Hann var glaður og við- mótshlýr þá sem endranær, lífs- gleðin Ijómaði af svip hans og fasi. Sömu birtunni stafaði af honum og forðum, þegar við hittumst í fyrsta sinn. Engum gat þá til hugar komið, að leiðarlokin væru á næsta leiti. En þannig var það nú eigi að síð- ur. Bjarni varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 6. desember síð- astliðinn. Mætur drengur og mikilhægur er nú horfinn yfir mærin miklu, sem marka æviskeið okkar tímans barna. Það er margs að minnast og margs að sakna. En huggun er það harmi gegn, að hvergi ber skugga yfir minninguna. Þar eru aðeins geislar sem ylja og lýsa sorgar- særðum hjörtum og varpa birtu sinni langt fram á ófarnar leiðir. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni til Guð- rúnar, barnanna og annarra ná- inna ástvina. Guð blessi bjarta minningu Bjarna Halldórssonar. Ég kveð hann með þessum fleygu orðum þjóðskáldsins: „Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu aö fótum friöarboöans, fljúgöu á vœgjum morgunroöans, meira aö starfa, Guös um geim." Björn Jónsson FAXI 1. tölublað 50. árgangur Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri og Vilhjálmur Þórhallsson. Varamenn: Birgir Guðnason og Hjálmar Stefánsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Landshöfnin Keflavík - Njarðvík Að undangengnum samningaviðræð- um fulltrúa Keflavíkur- og Njarðvíkur- bæjar við fulltrúa ríkisins, afsöluðu samgönguráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, bæjarstjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur, Landshöfn • Keflavík-Njarðvík um síðustu áramót. Afsalið var gert á grundvelli laga nr. 69 frá 28. maí 1984, og laga nr. 87 frá 31. maí 1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaga og heimild í töluliðum 4.12 í 6. gr. fjárlaga fyrir árið 1989, nr. 2/1989. Með yfirtöku hafnarinnar hefur verið kosin ný hafnarstjórn, sem hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd lagningu tengiveg- ar milli hafnarsvæðanna í Keflavík og Njarðvík, svokallaðs Bakkavegar, sem mun liggja meðfram húsi Saltsölunnar og upp á bakkann og tepgjast Bakkastíg. Með þessu getur um- ferð á milli hafnarsvæðanna verið styttstu leið og þarf þá ekki lengur að aka Hafnargötu og Reykjanesveg eins og verið hefur. Þá verða kannaðir á næstunni möguleikar á að gera smá- bátahöfn í Grófinn, sem gæti rúmað um 50 smábáta eða svo. Vaxtarbroddurinn í útgerðinni hér er útgerð báta undir og ná- lægt 10 tonnum, en aðstaða fyrir þá hefur ekki verið nógu góð í höfninni. Er vonandi að þarna megi skapa góða aðstöðu fyrir þessa útgerð og þá jafnframt að nýta megi húsakynnin sem áður voru í eigu Dráttarbrautar Keflavíkur, eftir þörfum. Nokkrir og stundum verulegir gámaflutningar hafa verið í Njarðvík, áhersla verður nú lögð á að auka þessa flutninga þar í gegn í stað þess að gámar séu fluttir í miklu mæli um Reykja- nesbraut. Þá flutninga ber að hafa í lágmarki, bæði með tilliti til hagsmuna hafnarinnar og umferðar um Reykjanesbraut. Við yfirtöku hafnarinnar var tryggt nokkurt fé til viðhalds og framkvæmda og vilyrði gefin um fjárveitingu á næstu ár- um. Fráfarandi hafnarstjórn hafði lagt mikla vinnu í að tryggja að viðhald hafnarinnar gæti verið í lagi og sinnt sínu verkefni vel. Á síðasta ári tókst að fá nýjan hafnsögu- og drátt- arbát fyrir höfnina. Ber báturinn nafnið Auðunn, til heiðurs Auðuni Karlssyni, sem unnið hefur höfninni afskaplega vel alla tíð. Báturinn fylgir höfninni skuldlaus. Miklir erfiðleikar hafa hrjáð útgerð hér síðustu ár. Enga ósk á ég heitari en þá, að með þessum tímamótum í sögu hafnar- innar megi gengi útgerðar snúast til betri vegar á ný og afkoma þeirra, sem þennan atvinnuveg stunda megi eflast og dafna. Guðfinnur Sigurvinsson. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.