Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 16

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 16
áfanga sem hlotið hefur heitið Sam- skipti. Áfangi þessi á, ef tilraunin gengur vel, að leysa af hólmi byrjun- aráfanga í félagsfræði og tjáningar- áfanga, sem nú eru skylduáfangar á öllum bókanámsbrautum. Sam- skiptaáfanganum er ætlað það hlut- verk að kynna nemendunum það þjóðfélag sem þeir búa í og þær leikreglur sem þar gilda. Jafnframt fá þeir þjálfun í að tjá sig skriflega og munnlega. Eða eins og tjáninga- kennarinn segir ,,að læra að tala og þegja“. Atvinnulífsnámið er nýjung hér- lendis í þeirri mynd sem við erum að reyna hér. Nokkuð stór hópur nemenda sem kemur upp í fram- haldsskólana finnur ekki nám við sitt hæfi og hrökklast í burtu eftir að hafa eytt tíma sínum og annarra í til- gangsleysi. Dæmi eru til um nem- endur sem höfðu færri námseining- ar þegar þeir hættu í námi en þegar þeir hófu það. Atvinnulífsbrautin er sett á laggirnar til að koma til móts við hluta þessara nemenda, koma til móts við slagorðið „framhalds- skóli fyrir alla". Námi brautarinn- ar er skipt upp í bóklegt og verklegt nám. Uppistaðan í bóklega náminu er samskiptaáfanginn en aðrir áfangar er myndlist, verkleg grein eða handavinna. En 20 kiukkustundir á viku fara nemendur út á vinnustað sem þeir hafa valið sér og vinna þar að eins fjölbreytilegum verkefnum og hægt er að koma við, undir handleiðslu ákveðins aðila og fulltrúa skólans. Að námi loknu fær nemandinn vitn- isburð frá vinnustað sínum. Þó þetta nám veiti enn engin formleg réttindi ættu nemendur af þessari braut að eiga auðveldara með að fá vinnu, þeir hafa í höndum meðmæli sem gefin eru út af at- vinnulífinu og skólanum. Þeir aðilar sem við höfum leitað til hafa all flestir lýst ánægju sinni með þessa braut t.d. hefur Verslunarmannafé- lag Suðurnesja lýst yfir vilja sínum, að taka þessa nemendur upp á sína sterku arma og veita þeim einhvers- konar aðild að samtökunum. Það eina sem skyggir á, er tak- markaður áhugi nemenda á braut- inni, straumurinn liggur í aðra átt eða eins og rjúpan sagði „skammt er til jóla ég ætla að fá mér hvítan koH“. Að þessu sinni útskrifast aðeins einn nemandi af brautinn, Jóhann Helgi Eiðsson. Ég vil biðja hann um að koma hér og veita viðtöku fyrsta brottfararskírteini, sem íslenskur framhaldsskóli hefur gefið út af At- vinnulífsbraut. í tilefni dagsins og þessara tíma- móta vil ég biðja Sigríði Bílddal að koma hér og afhenda þér þennan blómvönd, en Sigríður hefur haft veg og vanda af skipulagi Atvinnu- lífsbrautar. Að þessu sinni útskrifast 49 nem- endur. Þeir skiptast svo eftir náms- Ægir Sigurdsson skd/ameis(ari slítur skóla á haustönn I9H9. SKÓLASUT Á HAUSTÖNN 1989 Brautskráning Gestir, heimamenn, útskriftaraðall! Áður en hin stóra stund rennur upp. Sú stund þegar þið nemendur góðir fáið ykkar langþráða skírteini í hendur langar mig til að gera grein fyrir þeim nýjungum í skólastarfinu sem hæst hafa borið á önninni. 27. janúar á þessu ári skipaði Svavar Gestsson menntamálaráðherra, nefnd til að fjalla um „innra starf framhaldsskóla". Verksvið nefndarinnar var mark- að með erindisbréfi, þar segir meðal annars: „Að gera tillögur um breytta starfshætti, nýjar námsbrautir og nýjar áherslur í námi, einkum með tilliti til þess hóps nemenda sem virðist hafa fallið illa að núverandi ramma framhaldsskólans og ekki getað nýtt sér nám í framhaldsskól- anum eins og málum er nú háttað." Einn nefndarmanna var Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Nefndin starfaði af krafti undir öruggri stjórn Gerðar G. Óskarsdóttur, nefndin hélt m.a. 20 fundi og skilaði tillögum, að breyttum og betri framhaldsskóla, í júní sl. M.a. lagði nefndin til að fela tveim skólum, Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, að annast kennslu á svonefndri Atvinnulífsbraut. Nokkrir kennarar við þessa skóla tóku að sér að tilraunakenna nýjan Ivssirfjórirstúdentar útskrifudust á íþróttabraut. Ivireru frá vinstri: Kristinn Ósk- arsson, Uuöjón Shúlason, Einvaröur Jóhannsson og Ingigeröur Sœmundsdóttir. Ljósmynd Heimir. 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.