Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 30

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 30
Blaðaútgáfa i Keflavík FRAMHALD AF BLS. 23 Kemst hún líklega næst því allra að vera nefnd sagnaþulur Suðurnesja. Ung að árum fékk Marta lifandi áhuga á ættfræði og persónusögu. Er mér sagt að áhugi hennar hafi kviknað er hún í æsku sinni las um ættboga dönsku konunganna, sem allt fram til ársins 1944, var birtur á annarri kápusíðu almanaks Þjóð- vinafélagsins. Dag eftir dag sat þessi aldraða heiðurskona á lestrarsal Þjóðskjala- safnsins. Var hún ávallt klædd is- lenskum peysufötum við vinnu sína. Hæg en tíguleg í fasi. Höfundur þessarar greinar sá Mörtu Valgerði aldrei, en hún var nýlega látin, er hann fór að venja komur sínar á Þjóðskjalasafn, síðla árs 1970. En greinar hennar urðu honum hvöt til að hefjast handa á ritvellinum og skrifa um fæðingar- hérað sitt. Þannig má segja að Faxi hafi ýtt undir þennan fræðaáhuga sem enn varir. Er óskandi að blaðið eigi eftir að vekja fleiri menn og konur til slíkrar köllunar, er þá til- gangi blaðsins náð. Eins og gefur að skilja er Faxi orð- inn mjög eftirsóttur. Nokkrir eiga blaðið frá upphafi, en hinir vafalaust orðnir fleiri sem vanhagar um það. Hann óx vel stofninn sem þeir Faxa- menn gróðursettu fyrir tæpum fjór- um áratugum í næðingi Suðurnesja og hrjóstrugu landslagi. „Góugróð- urinn" dafnar vel þrátt fyrir hrak- spár sumra. Faxamenn geta því ver- ið ánægðir með framtak sitt. Reykjanes í marsmánuði árið 1943 hófu „nokkrir Keflvíkingar" útgáfu mán- aðarblaðsins Reykjanes. Kom það að mestu reglulega út til miðs árs 1947. Fram í október 1944 sá sérstök rit- nefnd um blaðið. í henni voru þeir Ólafur E. Einarsson útgerðarmaður, BILAKRINGLAN GRÓFIN 7og8 - KEFIAVÍK ---- og núverandi kaupmaður í Reykja- vík, Sverrir Júlíusson og Guðmund- ur Guðmundsson skólastjóri. Seinna gekk Guðmundur úr nefndinni en Alfreð Gíslason lögreglustjóri kom í stað hans. í nóvember 1944 er Einar Ólafs- son ráðinn ritstjóri Reykjaness. Starfaði hann við blaðið uns það hætti útkomu í júní 1947. Ritnefndarmennirnir skrifuðu töluvert í Reykjanesið, einnig rit- stjórinn. Auk þeirra lagði Helgi S. Jónsson allmikið til af efni, mest við- töl og pólitískar greinar. Reykjanes- ið var gefið út af Sjálfstæðismönn- um og hefur verið æ síðan. Sjálf- stæðisflokkurinn varð þó ekki form- legur aðili að blaðinu fyrr en árið 1949. Fram til ársins 1947 var blaðið prentað í Félagsprentsmiðjunni hf. í Reykjavík. Komu alls 46 tölublöð á þvi tímabili. í ávarpi til lesenda lýsa útgefend- ur tilgangi blaðsins á þessa leið: „Markmið útgefenda er að blaðið geti orðið málgagn Suðurnesja- manna um öll helstu menningar- og framfaramál þeirra og með því leit- ast við að glæða hug almennings fyrir velferðarmálum byggðarlag- anna suður með sjó. Leitazt mun verða við að halda saman gömlum og nýjum fróðleik FJOR OG GOÐUR MATUR I EDENBORG I Ó1LDAGS- ()(, LAliCÍARDAGSKVÖU): llinir irfrúkty lm-v.ii F.)ja|X‘>jar í 7uml nta-la gahítskii og k’ik.i til kl. 0.3. / Fritl ínn lil kl. 22..M), 500 kr. eftir |>aA. Endum góðn helj*i i I-dcitburg. Opið rannudug lil kl. 01. | í l.júdengur kvoktvcrðar- scðill. E0ENBORG lt« M • Nlrei t liKMI Fá öryrkj- ar gjalda- lækkun? REYKJANES Fasteigna- skattar aldraðra lækkaðir l>riðjudagur 23. jamiar 1990 Ný stefna i Heiðarbóls- málinu? Grindavik: Loðnu- löndun með gamla laginu Kæröur fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi fulllrrmi ul AuttfjurA^rmiðum. Tími þorrablóta hafinn Þárr lim- ÍK>r,jh|..u hjfmn. K».iiigmj.sniruli .liU..tmhjiili41 ji iStapanAi,ir,«iAH«luMef lor »jr a fnðimii 41 htólið hjj Kirnlrúpnu Njun'xik Fleifi m>inli> <>i f, j>a,:nii jf þorranum mj fmn- j allt .** * 't * i. J, um Suðurnes, og birta bréf frá ver- stöðvunum." Strax í fyrsta blaði kom fréttadálk- ur sem bar yfirskriftina: „Annáll Suðurnesja." Voru það stuttar fréttir úr daglega lífinu, aflaskýrslur og róðrafjöldi vertíðarbáta á svæðinu. Töluvert kom af fréttum og þörf- um hugvekjum og nokkuð var um greinar með fornum fróðleik. Merk- ast er án efa greinarflokkur um Krýsuvík. Arið 1945 urðu nokkrar væringar með staðarblöðunum Faxa og Reykjanesi. Upphaf þeirra má rekja til greinar, sem birtist í janúarblaði Reykjaness, og fjallaði um mjólkur- söluna í Keflavík og kaupfélagið, sem þá var KRON. Greinin er nafn- laus, en undir henni stendur aðeins „útgerðarmaður". Skömmu áður en greinin var skrifuð hafði verslun KRON í Kefla- vik yfirtekið alla mjólkursölu í kauptúninu. Féll „útgerðarmanni" það afarilla og kallar það einokun. Segir hann að útvegsmönnum hafi verið neitað um mjólk handa bátum sínum, nema þeir tæki einnig út aðr- ar vörur, og skipti eingöngu við KRON. Leggur „útgerðarmaðurinn" til að komið verði upp mjólkurstöð í Keflavík. A þessum árum var mjólkin seld hér ógerilsneydd og safnað saman af Rosmhvalanesi og innan af Vatnsleysuströnd. Má því nærri geta að öll skilyrði til sölu og geymslu mjólkurinnar hafi verið mjög frumstæð. En ekki var farið að selja gerilsneydda mjólk hér fyrr en um 1950. Varð grein þessi til þess að Björn Pétursson kaupfélagsstjóri kvaddi sér hljóðs í febrúarblaði Faxa og svaraði „útgerðarmanninum". Skömmu seinna fór Þorgrímur St. Eyjólfsson kaupmaður að leggja orð í belg í Reykjanesinu. Spannst síðan ritdeila um málið og deildu Sjálf- stæðismenn mjög á kaupfélagið og samvinnustefnuna yfirleitt. Samvinnumenn svöruðu í Faxa og bentu á galla einstaklingsframtaks- ins en kosti samvinnuhreyfingarinn- ar. Voru það aðallega þeir Björn kaupfélagsstjóri, Guðni Magnússon og Jón Tómasson sem svöruðu að- finnslum Reykjaness. Einnig sendu þeir hvor öðrum tóninn Helgi S. og Valtýr Guðjónsson. Þessi klausa kom til dæmis í maí- blaði Reykjaness 1945 og var beint til Valtýs Guðjónssonar: „í rógskrif- um Valtýs í síðasta tbl. Faxa, er hann í örvæntingarfálmi sínu eitthvað að rugla um „kvikmyndaleikara — einkum þó stjörnur", sem hann telur sig hafa lesið um í Reykjanesi. Sennilega hefur Týri verið hálf-sturl- aður af taugaæsing, þá er hann sauð saman róginn og beinlínis „séð stjörnur". Eigi er kunnugt að Reykja- nes hafi nokkru sinni birt skrif um kvikmyndaleikara eða stjörnur. Hins vegar birti Faxi einu sinni mynd af Marlene Dietrich og grein 30 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.