Faxi


Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1990, Blaðsíða 11
SKÓLAR SUÐUR- NESJUM jafnvel svo að segja enga tilsögn geta veitt börnunum." Skólahúsið var byggt í Norðurkoti sumarið 1903. Húsið var járnklætt timburhús uteð hvítmálaða veggi, portbyggt [Ueð svörtu þaki. Ætlunin var að íbúð yrði uppi í risinu en kennslu- húsnæði niðri og þannig var það fá- e>na vetur. Þann vetur (1903—1904) var kennt í báðum skólunum, Norður °8. Suðurkotsskólanum. I Suðurkoti kenndi Þórður Er- 'endsson 28 börnum á aldrinum 7— 14 ára. Kennt var í tveimur deild- ym. I eldri deild var kennt kver, bibl- lusögur, lestur, skrift, reikningur, saga, landafræði, náttúrusaga og danska. í yngri deildinni voru kenndar 5 fyrsttöldu greinarnar. í Norðurkoti kenndi Sigurgeir Sig- urðsson 19 börnum á aldrinum 8— 14 ára. Kennsla fó fram á sama hátt og í Suðurkoti, nema hvað Sigurgeir bauð nemendum sínum ekki upp á dönskukennslu. Á sumrinu 1907 er byggt nýtt skólahús á Brunnastöðum. Ástæð- an fyrir hinni nýju byggingu hefur öllum líkindum verið sú að Sarnla húsið hefur verið orðið lé- 'egt, enda kemur það fram í mats- hréfi Guðmundar Guðmundssonar (ódagsett) hreppstjóra í Landakoti, á gamla húsinu, að það hafi verið rifið pg það sem nýtilegt var úr því notað í það nýja. Matsverð á gamla húsinu var 3750 krónur, en nýja hússins 6043,21 krónur. Nýja húsið var 20,5 álnir á annan Veginn en 10 álnir á hinn. Vegghæð- •n 5 álnir og sperruris 3 álnir. Grunn- urinn undir húsinu hlaðinn úr höggnu grjóti og sementaður að ut- an- I norðurenda hússins var íbúð fyrir kennara. Þessi skóli, var eins og sá gamli, ávallt kallaður Suðurkostsskóli. Hann var tekinn í notkun þá um haustið. Kennari var Ólafur Guð- Jónsson og nemendur voru 21. í Norðurkoti kenndi þann vetur séra Árni Þorsteinsson 20 nemendum. . Veturinn 1908—1909 voru þeir Árni Þorsteinsson og Ólafur Guð- Jonsson kennarar, Arni kenndi í Norðurkoti, en Ólafur í Suðurkoti. Olafur átti við vanheilsu að stríða Þennan vetur, svo mjög ágerðist Pessi sjúkdómur hans, að hann varð að hætta allri kennslu um veturinn °g var annar fenginn í hans stað. vorið lést síðan Ólafur. Skólarn- lr voru settir 1. október, en enduðu annars vegar 31. mars (Suðurkot), en hins vegar 3. apríl (Norðurkot). í Suðurkoti voru alls 16 nemendur, 7 drengir og 9 stúlkur, öll á skóla- skyldualdri, þ.e. 10—14 ára. Náms- greinarnar sem þau lærðu voru lest- ur (3 stundir á viku), skrift (4 st.), réttritun (3 st.), náttúrufræði (4 st.), kristinfræði (6 st.), landafræði (3 st.), saga (3 st.), og reikningur (6 st.). Eldri börnin (þ.e. 12—14 ára), sem voru 7 lærðu allar þessar greinar, en hin yngri (10—11 ára), ásamt tveim- ur af eldri börnunum, lærðu móður- málsgreinarnar, líffræði, kristin- fræði og reikning. 1 Norðurkoti voru nemendur 19 allir á eldra stiginu, 7 drengir og 12 stúlkur. Námsgreinar voru hinar sömu og í hinurn skólan- um nema Árni kenndi jafnframt söng og leikfimi. Samsetning stundatöflu var þó ekki hin sama. Árni kenndi lestur (6 st.), skrift (3 st.), kristinfræði (4 st.), sögu (2 st.), náttúrufræði (3 st.), söng (2 st.), og leikfimi (3 st.). Aðrar greinar voru eins og hjá Ólafi. Um söng og leik- fimikennsluna segir Árni í athuga- semdum við skólaskýrsluna 1908—1909 hafa hagað kennslunni þannig að hann hafi varið Vi til 1 klukkustund tvisvar í viku til söngkennslu ýmist með eða án hljóðfæris. Leikfimin var einkum stökk, glímur og ýmsar líkamsæfingar, göngulag og fleira. Kennsluáhöld sem til voru í skól- anum báðum voru eftirfarandi: 1. Landabréf íslands 2 Landabréf Evrópa 2 Landabréf báðar hálfkúlur Landabréf Norður Ameríka 1 Landabréf Suður Ameríka 1 Landabréf Afríka 1 Landabréf Asía 1 Landabréf Ástralía 1 Landabréf Palestína 1 2. Dýramyndir 50 3. Mannslíkaminn á pappa 1 4. Húsdýrin litmyndir 12 5. Kúlnagrindur fyrir reikning 2 6. Meterstika 7. Naturhistorisk Atlas for Schuler Um skólahaldið þennan vetur segir Ögmundur Sigurðsson próf- dómari, í bréfi sínu til skólanefndar og Stjórnarráðsins 3. maí 1909: „Af þeirri kynningu er ég hefi fengið af skólunum á Vatnsleysu- strönd, sé ég að þeir þurfa end- urbóta og ýmissra breytinga. Við skólann á Þórustöðum hafa börnin tekið góðum framförum, kennslan hefur verið góð, og í sumum greinum ágæt, en skóla- húsið þar er of lítið fyrir jafn- mörg börn, húsbúnaður og kennsluáhöld mjög léleg. Ef sama fyrirkomulagi yrði haldið áfram, þyrfti að bæta úr þessum misfellum. Brunnastaðaskóli hefir beðið mikinn hnekki í ár, aðalkennarinn veiktist á miðju skólaári og gat vitanlega ekki fylgt sér að kennslunni þann Veturinn 1910 fór kennsla fram á bænum Stóru-Vatnsleysu, en áriö eftir uar þar byggt lítiö skólahús. I honum var fyrst kennt til 1914 og síöan aftur tímabiliö 1924—1942. Sumkomuhús ungmennafélagsins ImHtar, Kirkjuhvoll, var á árunum 1934—1938 notad undir kennslu yngri bama. FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.