Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1995, Side 2

Faxi - 01.01.1995, Side 2
1. TÖLUBLAÐ - 55. ÁRGANGUR Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Kellavík. Afgreiðsla: Vatnsnesvegur 2, sími 92-11114. Blaðstjóm: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri, Magnús Haraldsson, Hjálmar Stefánsson og Karl Steinar Guðnason Hönnun, setning, umbrot, litgreining, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. Meðal efnis: 39. ársþing ÍBK. Bikarkeppni KKÍ. Hvar var Hannesarhóll. Safnaðarheimilið. Eignarhaldsfélag Suðumesja. Kór Kálfatjamarkirkju 50 ára. Útskrift FS. Forsíðumyndin. Kristín Benediksson tókforsíðu- myndina að þessu sinni. A henni má sjá þrjá af lykilmönnum Grindvíkinga hampa hinum eftirsótta hikar. Þeir Friðrik Rúnarsson þjálfari, Banda- ríkjamaðurinn Frank Booker og hinn skotvísi Guðjón Skúlason munu efalaust minnast þessa dags, þegar UMFG rann sinnfyrsta meistaratitil í köifu. Helgi Hólrn: Sorg og samúð Snjóflóðin í Súðavík komu sem þruma á heiðskýrri nóttu og vöktu þjóðina til meðvitundar um að Islendingar búa í harðbýlu landi, þar sem náttúran getur á svipstundu sett öll okkar áform úr skorðum. Það var í mikilli sorg sem þjóðin öll fylgdist með fórnfúsu starfi nágranna og björgunarsveita meðan leit stóð yfir. Enginn var í ró fyrr en allir voru fundnir og síðan tók við hið sára tímabil meðan fólk var að átta sig á hinum mikla mannskaða. Sjaldan hefur þjóðin tekiðjafn vel saman höndum sem á þeim stundum. Og hug sinn sýndi hún í verki með hinni öflugu fjársöfnun sem fylgdi í kjölfarið. Við í blaðstjórn Faxa viljum við þetta tœkifœri votta samúð okkar öllum þeim sem um sárt eiga að binda í kjölfar þessara hörmunga. Mennt er máttur í þessu tölublaði Faxa er töluvert fjallað um atvinnumál. Einnig má þar sjá fregnir afútskrift á haustönn hjá FS. Þetta hvort tveggja gefur tilefni til að rœða lítilsháttar um stöðu menntunar í dag og tengsl hennar við atvinnulífið. Hið fornkveðna, að mennt sé máttur, á augljóslega við hjá okkur Islendingum í dag, þegar svo stendur á, að ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur ekki atvinnu. Telja má nokkuð víst, að hið eina sem geti fjölgað atvinnutœkifœrunum í náinni framtíð, sé hugvit okkar sjálfra. Við höfum nú þegar gengið svo á helstu auðlind okkar, þorskinn, að nánast stefnir í hörmungarástand. I almennum iðngreinum hefur ekki tekistfram að þessu að skapa þann fjölda tœkifœra sem þyrfti og stöðugur samdráttur á sér stað í landbúnaði. Stóriðja hefur og ekki reynst sá bjargvœttur sem margir trúðu á. Það sem eftir stendur er því sú leið að efla menntun œskunnar svo það megi verða til þess, að í krafti hennar takist að skapa tœkifæri framtíðarinnar. Víða erlendis er sá hugsunarháttur algengur, að foreldrar fara mjög snemma að hugsa fyrir skólagöngu barna sinna og hjálpa þeim að móta sína framtíðarstefnu. Hér virðist manni algengara að foreldrar líti á skólagöngu barna sinna sem sjálfsagðan hlut sem lítið þurfi að skipuleggja og leggja áherslu á. Afleiðingin er sú m.a., að mörg ungmenni eru við lok framhaldsskóla mjög óráðin íþví, hvað taka eigi við, t.d. að afloknu stúdentsprófi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið segir máltœkið og það á fyllilega við hér. 2 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.