Faxi - 01.01.1995, Blaðsíða 19
undarins, cn þær eru teknar úr sýn-
ingaskrá sýningarinnar.
Eg mynda mikið. Fyrir mér er
myndavélin einungis tæki til að
skrásetja líf mitt, ferðir mínar um
lífið, til að varðveita minningar.
Myndavélin er penninn sem ég nota
til að skrifa dagbókina mína.
Sérhver mynd sem ég tek er eins og
dagbókarfærsla; hún inniheldur
persónulegar upplýsingar, skoðanir
°g lýsir upplifunum. Flestar
myndanna koma aldrei fyrir augu
annarra, mitt er að velja og hafna og
birta endanlega útgáfu sögunnar.
Þetta eru heimildir, eitthvað sem
gerðist, þótt túlkunin sé hvers og
eins. Sýnin í þessum Ijósmynduni er
ferðamannsins, útlendingsins sent
undrast það sem hann sér og heillast
af því unt leið.
Ég er svarthvítur ljósmyndari og
utlitið mætti kenna við hefðbundna
heimildaljósmyndun. Á liðnum
áruin hef ég reynt að hreinsa sýn
tttína af áhrifavöldum og skerpa
hana. Ég leita eftir sterkum stökum
ijósmyndum og felli þær síðan
saman í hópa eftir því um hvað þær
fjalla. Innihald þessarra mynda er
°ft einfalt - við fyrstu sýn kunna þær
að virðast látlausar - og forntið
skiptir miklu máli. Ljósmyndirnar
eru ætíð óskornar, myndin er
Aðalsafnaðarfundur
Keflavíkursóknav verður haldinn þann
26. febrúar nk. í Keflavíkurkirkju að lokinni
helgistund sem hefst kl. 14.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning um nýja tillögu sóknarnefndar að byggingu safnaðarheimilis í Keflavíkursókn.
3. Önnur mál.
Fundarstjóri: Ellert Eiríksson bœjarstjóri.
Atkvæðisrétt á Aðalsafnaðarfundi hafa allir sóknarmenn í Keflavíkursókn fullra 16 ára. Kjörskrá hefur
verið undirrituð og mun hún liggja frammi fyrir sóknarmenn frá og með 9. feb. til kjördags á
bæjarskrifstofunum í Keflavík.
Biskupstungur, júní 1993
fullfrágengin á því sekúndubroti
þegar ég slyð á hnappinn, og engu
verður breytt.
Ferðalagamyndir hafa þekkst frá
upphafi ljósmyndunar. Ferðalangar
nítjándu aldar hurfu nrargir til
fjarlægra deilda jarðar og sneru heim
hlaðnir ljósmyndum sent gáfu al-
ntenningi innsýn í undur heimsins. I
dag fer fólk til sólarlanda eða ekur
Hringinn og ætíð er myndavél nteð í
för og myndirnar fara í albúm og
verða að minningum. Þannig eru
mínar ferðalagamyndir einnig.
Heimurinn skreppur saman, fólk
ferðast meira og mínar upplifanir
þurfa ekki að vera einstakar á neinn
hátt. Engu að síður vona ég alltaf að
ljósmyndirnar geti verið einhverjum
álíka upplifun og þeim sem sáu
fjarlæga heima á silfruðum plötum
um síðustu öld miðja. Ljós-
myndirnar eru einstakar þótt vera
mín á staðnum sé það ekki.
FAXI 19