Faxi - 01.01.1995, Side 20
JL Heiðmörk #
Ritgerð eftir Andrés Björnsson/FS
Haldið var í ferð á Heiðmörk-
friðlancl Reykvíkinga, þann ellefta
þessa mánaðar. Þátttakendur voru um
þrjátíu nemendur í líffræðiáfanganum
Líf 283. Farastjóri var Þorvaldur Öm
Arnason en sérstakur Ieiðsögumaður
Heiðmerkur, að nafni Vignir Sigurðs-
son, slóst í för með hópnum og fræddi
okkur um allt er viðkemur Heiðmörk,
allt frá upphafi svæðisins sem slíks og
til framtíðaráforma yfirvalda.
Mun ég í þessari stuttu greinargerð
draga saman það helsta er kom fram í
máli þessa ágæta manns, einnig notað-
ist ég við bækling um Heiðmörk er
mér varúthlutað.
Stofnun Heiðmarkar
Helsti frumkvöðull að stofnun Heið-
markar var Hákon Bjamason þáver-
andi skógræktarstjóri. Hann fór í ferð
einn góðan veðurdag árið 1935 á
Heiðmörk og heillaðist mjög af svæð-
inu og sá að trúlega væri þetta mjög
hentugur staður til skógræktar þó svo
að Heiðmörk hali í þá daga verið mest
megnis örfoka melar með dálitlum
kjarrleifum og strjálum úthagagróðri
en Heiðmörk var notuð sem beitarland
í þá daga.
Skrifaði Hákon sama ár eða árið
1935 grein í árbók Landverndarfé-
lagssins og skýrði frá sjón sinni og
hugmyndum um uppgræðslu svæðis-
ins og stofnun sérstaks griðlands
Reykvíkinga.
Með þessari grein Iagði Hákon
grunninn undir alla þá uppvakningu er
tók sig upp hjá Reykvíkingum í garð
uppgræðslu.
Sigurður Nordal prófessor gaf síðan
staðnum nafnið Heiðmörk. Skógrækt-
arfélag Islands tók þessum nýju hug-
myndum mjög vel og fylgdi málinu
eftir.
Fyrsti almennilegi skriðurinn kom á
málið árið 1946 er Skógræktarfélag
Reykjavíkur var stofnað en það félag
hefur haft umsjón með svæðinu frá
stofnun félagsins. Var byrjað að girða
svæðið af árið 1948 og ári síðar hófst
fyrsta gróðursetningin á Heiðmörk í
lundi er ber nafnið Undanfari.
Formleg vígsla svæðisins fór fram
þann 25. júní 1950 er þáverandi borg-
arstjóri Reykjavíkur Gunnar
Thoraresen gróðursetti tré er nú ber
20 FAXI
nafnið Borgarstjóratré í lundi er heitir
Vígsluflöt.
1 fyrstu var Heiðmörk einungis um
1350 hektarar en í dag er búið að girða
af um 28000 hektara. Vífilstaðahlíð
var seinust girt af og friðuð en það var
gertárið 1956.
Uppgræðsla Heiðmerkur
Heiðmörk hentar mjög vel til gróð-
urræktar því undir Heiðmörkinni er
jökulberg og því stoppar vatnið við yf-
irborðið en fer ekki rakleitt niður í
jörðina.
Fyrsta skrefíð í uppbyggingu svæð-
isins fólst í því að það var girt af og
það friðað búfénaði, við það eitt tóku
kjarrleifamar að ná sér.
Síðan plöntuðu menn trjám en
helstu uppbyggingarplöntunni sáði Há-
kon Bjarnason árið 1956 en þá sáði
hann einni matskeið af Alaskalúpínu
úr Bæjarstaðaskógi og hefur sú planta
unnið mikið á móti auðnunnaröflunum
því plantan sáir sér fyrst og fremst á
staði er orðið hafa fyrir jarðvegsraski,
góður kostur við Lúpínuna er að hún
hopar fyrir öðrum plöntum, því er aðr-
ar plöntur eru komnar í kringum hana
eða undir þá ná rætumar ekki lengur
niður í jarðveginn og því deyr plantan
og er því ekki allstaðar.
Gerðar hafa verið tilraunir með
fjöldann allan af tegundum plantna á
Heiðmörk því Heiðmörk er með fyrstu
stóru svæðunum, er skógrækt er reynd
af einhverju marki um sama leyti var
verið að byrja að gróðursetja á Hall-
ormsstað.
Alls hafa veið gróðursettar um 40
tegundir en ekki nærri allar tegundim-
ar hafa spjarað sig. Einnig koma upp
sýkingar og annað er drepur plöntumar
svo sem Lerkiáta, sem er sveppur, en
hún hefur eytt allt að 6 metra háum
Lerkiskógum.
Mikillar íhugunar þarfnast því við
gróðursetningu því ekki er nóg að vita
að einhver tegund vex vel á íslandi
heldur verður að vita af hvaða kvæmi
plantan er.
Menn hafa fundið út að birki, stafa-
fura og sitkagreni vaxa best á Heið-
mörk, sjá menn það líka með berum
augum því að sumar þessara plantna
em famar að sá sér sjálfar og em í raun
sönnun þess að plöntunum líkar vaxt-
arskilyrðin.
Fastir starfsmenn svæðisins em 5 en
alls vinna á vegum Reykjavíkurborgar
um 350 manns á sumrin. Em það hóp-
ar vinnuskóla Reykjavíkur, fólk í at-
vinnubótavinnu og unglingar í sumar-
vinnu.
A hverju sumri em gróðursettar um
300.000 plöntur á Heiðmörk og borið
er á um 30 tonn af áburði.
Ýmislegt annað er unnið við í Heið-
mörk en gróðursetningar og það sem
viðkemur gróðri og margt er gert til að
gera fólki dvölina skemmtilegri og
auðveldari.
í ár hafa verið lagðir um 5 km. af
stígum en alls er stígakerfið á Heið-
mörk orðið um 30 km. Kort eru á víð
og dreif um allt stígakerfið og er mjög
auðvelt að rata því allir stígamir bera
sitt auðkenni eða m.ö.o. iit. Fyrir neð-
an þann lit er litur þess stígs er maður
mun lenda á ef maður heldur áfram.
Þessir stígar gera ekki bara gönguna
markvissari því leiðirnar liggja á á-
hugaverðustu staðina heldur gegna
þeir líka gróoðurverndunarhlutverki
því skipuleggjendur geta beint fólks-
straumnum frá viðkvæmum svæðum
eða t.d. varpstöðum fugla því á Heið-
mörk verpa reglulega um30 tegundir
fugla en alls hafa sést í Heiðmörk um
60 fuglategundir.
Strangar reglur um umgengni eru á
Heiðmörk og nýbúið er að koma fyrir
grillum víðsvegar um svæðið sem
þjóna bæði gróðrinum og mannfólkinu
þar sem þessi grill em á bersvæðum og
brenna því ekki gróðurinn.
Búið er að græða upp dal cr Hjalla-
dalur heitir og gera að skemmtana og
taldsvæði en Hjalladalur myndaðist á
7000 árum við misgengi og fyrir 7
árum var þessi dalur bara svað en nú er
þessi dalur fullræktaður, þó ekki með
trjám. Ráðgert er að setja upp fót-
boltamörk, blakvöll, rólur og fleira.
Hafa starfsmenn komið upp skemmti-
legum grillstað í stórri holu sem mörg-
um fannst að ætti að fjarlægja en holan
var grædd upp og úr varð stór-
skemmtilegt grillhús og nú er ráðgert
að búa til annað og hafa það yfirbyggt
til að snúa upp á veðurguðina sem eru
okkur ekki alltaf hliðhollir. í þessum
holum væri hægt að halda stórar veisl-
ur.
Vel hefur tekist með uppgræðslu á
þessu svæði og hreinlega sagt trúði ég
ekki mínum eigin augum er ég sá blasa
við mér allt að 10 metra háan skóg.
Einnig kom það mér á óvart hve
stórt en skipulegt svæðið er.
Ljóst er að fræðsla Vignis kom sér
að góðum notum því áður vissi ég ekki
nákvæmlega hvar svæðið var eða
hvernig það liti út, ég kannaðist við
nafnið Heiðmörk. Lerki kannaðist ég
við en ekki vissi ég t.d. að á þessum
árstíma er Síberíulerki grænt en Evr-
ópulerkið gult. (Er ekki heimurinn
skrítinn!)
Mikill fróðleikur kom úr munni
Vignis og vona ég að ég liafi náð að
koma því markverðasta á prent. Vil ég
þakka fyrir skemmtilega og fræðandi
ferð.