Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1996, Blaðsíða 17

Faxi - 01.02.1996, Blaðsíða 17
FAXIPGBRUAR1996 Bók mánaðarins 30% afsláttur SókabúÍ HeífaCíkur - DAGLEGA í LEIÐINNI - •'sílTIÍ 421 1102 2)0^^. í /eiaÍHeu Vatnsgjár er réttnefni á tjörnunum því aldrei frýs í þeim liluta þeirra sem liggur við Skógfellahraunið en þar eru djúpar gjár með sístreymi undan hrauninu. Mikill og fallegur gróður er í tjömunum og em þær á Náttúmminja- skrá. Aður lyrr var sefið í þeim slegið °g þurrkað og síðan notað sent undir- lag íbása o.fl., einnig voru sóttar þang- að lækningajurtir, t.d. hófrót. Við tjarninar að suðvestanverðu em tvö tófugreni sem kölluð em Granda- grenin og það þriðja, Tjarnargrenið, er á mosasvæði fyrir ofan næst efstu tjömina. Við flest öll grenin í hreppn- t>m em lítil skotbyrgi. Þrjár kofatóftir em á nyðri bakka neðstu og stærstu tjamarinnar. Ein heimild segir að þarna hafi verið Snorrastaðascl og þá frá bæjum í Vog- U|n. Þetta er annað af tveimur selstæð- U|n í hreppnum sem er svona nálægt byggð og má ætla að í þeint hafí ein- göngu verið hafðar kýr“. „Keilir (378 m) er einkennisfjall Reykjanesskagans og víðfrægt ftski- mið. Eftirfarandi vísa um Keili er eft- 'r Jón Helgason frá Litlabæ í Vatns- leysustrandarhreppi. Keilir fríður kennast sal, knappt þó skrýði runnur, fagran prýðirfjallasal fyrr og síðar kunnur. Þekkti ég siðinn þann afsjón l’ekkan liði drengja. Keilir við itm flyðrufrón fiskimiðin tengja. Scefarendur reyna rétt rata'að lending Iteilir; til að benda'á takmark sett 'ryggur stendur Keilir. Frá Snorrastaðatjörnum. í baksýn er Fagradalsfjall. Ljósm. Björgvin Hreinn Guömundsson. í lýsingu Kálfatjarnarsóknar frá 1840 efti séra Pétur Jónsson segir að sjófarendur kalli Keili Sykurtoppinn. Líklega er þetta samlíking við keilu- löguð sykurstykki sem menn kölluðu sykurtoppa og voru á markaðnum áður en strásykurinn kom til sögunnar. Til gamans má geta þess að sykurtoppur heitir Ijallið sem krýnir innsiglinguna í Rio de Janeiro í Brasilíu en það ljall líkist ekki beint „Sykurtoppnum“ okk- ar. Einnig er til jökulfjall nálægt Syðri- Straumfirði á Grænlandi sem heitir Sykurtoppur. Keilir varð til við gos undir jökli og strýtumynduð lögunin kemur til af gíg- tappa í honum miðjum sem ver hann veðrun. Fjallið er tiltölulega auðvelt uppgöngu og við fömm upp öxlina að austanverðu þar sent þúsundir fóta hafa markað leiðina. Nokkuð ofarlega í Keili er smá torfæra rneð klungri en stutt er þaðan á toppinn Fólk af Stóra-Knarranesættinni í gönguferð á Keili. Olafur Þór Jónsson sem er blindur situr freinst á mvndinni og heldur á hvíta stafnum. A neðri myn- dinni iná sjá háa vörðu sem stendur ofan og vestan við Rauðhóla. Þiónusta vio Í7Úáfi BILAKRINGLAl Grófin 7-8 - Sími 421 4690 og 421 4692 FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.