Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 4

Straumar - 01.12.1927, Qupperneq 4
178 STRAUMAR Jólin. Erindi ílutt í guðfræðideild báskólans um jólaleytið 1926. Eftir Magnús Jónsson dócent. Jólin eru, og það því meir, sem norðar dregur á jarð- arhnettinum, eitthvert indælasta tákn kristnu trúarinn- ar eða jafnvel trúarlífsins alment. Þau jafnast varla að kenningarinnihaldi við hinar stórhátíðamar, einkum páskana. Það er fremur erfitt að prédika út af efni þeirra. Holdtekjan sjálf er ekki svo ofarlega í trúarlífi okkar. Hún er mikil í trúfræðinni en síður í trúnni. Mikil í guð- fræðinni en minni í guðrækninni. En táknmál jólanna er tignarlegt og aðdráttarafl þeirra ósigrandi. Það var það, sem gaf þessari hátíð sigurinn meðal annars. Jólahátíðin er ekki haldin fyr en á 4. öld, og hún kemst inn með harðri baráttu. Afmælisdagar höfðu á sér ilt orð. Heródes var að halda afmæli sitt þegar hann lét höggva Jóhannes skírara, og afmælið var skoðað sem til- efni svalls og ills lifnaðar. Ef til vill hefir líka heimsflótta- stefna kristninnar stutt að þessu. Það var svo sem ekki ástæða til þess að vera að halda hátíð til minningar um komu sfna í þennan eymdadal. En jólin voru ósigrandi og þau komu. Og þau urðu því kærari sem norðar dró. Þau komu líka í góðar þarfir, því að þau komu í stað miðsvetrar- og sólhvarfahátíð- anna. Ö1 það, sem menn höfðu áður borið saman og druklc- ið heiðnum goðum og illum öndum til lofs og dýrðar, gátu þeir nú drukkið Kristi til dýrðar og vegsemdar, og sá einn sem veit, hve lífseigir og hjartfólgnir slíkir siðir eru fólkinu, geta skilið, hve auðveldara var að breyta heið- inni hátíð í kristna hátíð heldur en hitt, að banna hana og afnema. En hvað um það. Hitt mun þó hafa laðað enn meir, þessi blessuð ljósahátíð og bamahátíð í sjálfu skamm- deginu og vetrarhörkunum. Er ekki þetta einmitt insti kjarni og sterkasta af! trúarlífsins, að það breytir öllum ytri verðmætum, og

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.