Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 8
182
STRAUMAR
Samfélag heilagra.
Eftir Jakob Jónsson.
I.
Frumorsök alls, sem er og skapandi mátt allrar verð-
andi köllum vér guð. Hann er í öllu, sem lifir og hrærist
og hann býr einnig í því, sem vjer sjáum ekki lífsmark
með. Af hans mætti verður alt, sem myndast og eftir lög-
málum hans fara geislandi himinhnettir og sandkorn á
sjávarströndu.
Allir hlutir lúta lögmálum. Náttúrulögmálin, sem vér
köllum, eru starfsaðferðir þeirrar viljaveru, sem er insti
aflgjafi og dýpsta vizka alheimsins. Að sama skapi sem
vér þekkjum þau, finnum vér eininguna, sem að baki býr
og vill samstilla alla krafta að einu marki. Til þess að geta
treyst nokkru í tilverunni, verða menn að trúa því, að
hún sje ætíð söm við sig og sjálfri sér samkvæm. Að öðr-
um kosti væri ekki urn nein vísindi eða þekkingu að ræða
á hvaða sviði sem væri. Vér verðum að trúa því, að þau
lögmál, sem gilda í dag, gildi á rnorgun og svo framvegis
og vjer hljótum að ganga út frá því, að þau hafi gilt frá
upphafi. Þessi sannindi orða trúarbrögðin á þann hátt, að
guð sé óumbreytanlegur. Þegar sagt er að ný lögmál séu
fundin, þýðir það ekki, að þau séu nýlega sett eða búin
til. Ef lögmálin eru starfsaðferðir guðs, væri það sama og
að segja að hann tæki upp ný ráð með hverri uppgötvun
mannanna. Isak Newton*) fann hið svokallaða þyngdar-
lögmál, en ekkert er eins víst og það, að hlutirnir höfðu
lotið því lögmáli löngu fyrir hans daga. Að uppgötva er
að grafa það upp, er áður var óþekt, en þó til; það er að
varpa nýju ljósi yfir gamlan sannleika.
Það sem vér mennimir þráum heitast, er að losna við
synd og ófullkomleika, en öðlast hjálpræði. Vér viljum, að
veröldin verði staður láns og farsældar, þar sem sælan
ríki, en kvöl og þjáning sé rekin í brott. Vér trúum því
*) Newton (frb. Njúton) var enskur, einn af allra mestu
náttúrufræðingum hedmsins. Var uppi 1642—1727.