Straumar - 01.12.1927, Síða 12
186
STRAUMAR
Kristur austur í Gyðingalandi. Hann kom til þess að flytja
gleðiboðskapinn um guðs ríki. Þeim boðskap helgaði hann
líf sitt í hugsunum, orðum og gjörðum og vegna þeirrar
guðdómstignar, sem líf hans sýndi, ber birtuna af krossi
hans enn yfir gjörvalla jörð. Hann er nefndur frelsari
mannana og nú eru haldin heilög jól víðsvegar um heim-
inn til minningar um komu hans og starf. En hvað gerði
hann, úr því að samfélag heilagra var til áður en hann
fæddist? Var ekki til kærleikur á jörðinni áður en hann
kom? Höfðu menn ekki beðið til guðs fyrr en hin fyrstu
jól voru runnin upp. Jú, guði sé lof. Kærleiksboðorðið var
til í ritum Gyðinga og Rómverja. Kínverjar áttu „hina
gullnu reglu“*) löngu áður. Þegar Jesús sjálfur var spurð-
ur um leiðina til eilífs lífs, benti hann á æfagömul boðorð
úr Mósebókunum (Mark. 10, 19). Æðsta boðorð hans var
á þessa leið: „Elska skaltu drottin, guð þinn, af öllu hjarta
þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og ná-
unga þinn eins og sjálfan þig“ (Lúk. 10, 27 og hliðst.).
En bæði þessi boðorð voru áður til (V. Mós. 10, 12. 13 og
III. Mós. 19, 18). Kom hann þá ekki með neitt nýtt inn
í heiminn? Ef eg ætti að svara því í sem fæstum orðum,
mundi eg segja: Jú, hann kom með sjálfan sig. Memt
höfðu áður haft hugboð um þetta einfalda boðorð hjálp-
ræðisins, elsku til guðs og manna, sameining guðs og
manna. En það hafði verið falið innan um sæg af öðnim
boðum, fjársjóður fólginn í akri, perla innan um fánýtan
hégóma. En þó hafði það verið boðskapur um hjálpræðis-
lögmál guðs meðal mannanna, mikilfenglegustu lögmál til-
verunnar. Ekkert er talið sannað mál fyrr en það er sýnt
í öruggum og áþreifanlegum veruleik. Newton varð að
sýna fram á lögmálið um aðdráttarafl hlutanna með því
að sýna mönnum, hvernig það stæðist prófun veruleikans;
það var ekki nóg, að það væri tilgáta hans, jafnvel þótt
hann væri sannfærður um réttmæti hennar, ef honum
tókst ekki að s a n n a hana og gera hana bæði rökrétta
*) það sem þjer viljið, að mennirnir geri yður, það skuluð
þeir og þeim gera.