Straumar - 01.12.1927, Side 17

Straumar - 01.12.1927, Side 17
STRAUMAR 191 að þeir byggi dóma sína á traustum forsendum, en þegar til kemur, reynast þær fánýti, en dómurinn rangur. Þetta kemur af því, að menn taka ekki nóg tillit til sannleikans. Af yfirborðsviðkynningu við mann ályktum vér um innra eðli hans, en gætum þess ekki, að mannþekking vor er í molum, en skarpskygni vor sljóíguð af athugaleysi og yfirborðshætti. Menn hyggja, að þeir einir viti allan sannleika, og sé einhver, sem ekki vill láta mótast af þvi, sem þeir telja rétt, dæma þeir hann miskunnarlaust, og ganga jafnvel svo langt, að þeir halda, að þeir geti skip- að mönnum til sætis í himnaríki, eða vísað þeim til hins neðsta og versta. Slíkir menn hafa því miður verið til á öllum tímum, en aldrei fleiri en þegar trúarbrögðin hafa orðið steingerfingar í fjötrum bókstafs og erfðavenju. Slíkir menn voru þeir, sem krossfestu Krist. Og við þeirri hættu, að feta í fótspor þeirra, varar hann oss, er hann sagði: „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir“ (Matt. 7. 1). Hans næma sannleikstilfinning fann óheil- indin og yfirdrepskapinn, sem dómar mannana bygðust á, og því varar hann: dæmið ekki. Afleiðingar dóma vorra fara eftir eðli þeirra. Séu þeir sannir, eru þeir réttmætir og mega að gagni koma. En þó því einungis, að vér ástundum sannleikann með kærleika. Yér getum haft á réttu að standa með dómum vorum, en ef vér kveðum þá upp með kærleiksleysi og kulda, þá meg- um vér óttast afleiðingamar. Þá megum vér eiga á hættu, að sagt verði við oss: Hugsaðu um sjálfan þig, að þú sért ekki verri! og dómur vor verði að engu hafður. Það voru slíkir kærleikslausir dómendur, sem Kristur talaði til um flísina og bjálkann: „Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þínu, og muntu sjá vel til að draga út flísina úr auga bróður þíns“. (Matt. 7. 5). Hann kallaði þá hræsn- ara, því að ef þú hefir ekki áhuga á eigin hreinleik, hvemig geturðu þá ætlað þér að hreinsa aðra? Um afleiðingar rangra dóma þarf ekki að fjölyrða. Þær eru mönnum alt of kunnar til þess — og alt of tíðar. Því að eins og fyr er sagt, höfum vér mjög lítil skilyrði til að kveða upp rétta dóma. Færl eg að reyna að lvsa af-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.