Straumar - 01.12.1927, Síða 20

Straumar - 01.12.1927, Síða 20
194 S T R A U M A R teknir aí' krafti þeim, sem út frá Krishnamurti streymir, svo að margir þeirra segjast aldrei verða sömu menn aft- ur og þrá það eitt að þjóna meistaranum, sem þeir eru sannfærðir um, að þeir hafi komist í samband við, fyrir milligöngu Krishnamurtis. f janúar 1927 sendi svo dr. Annie Besant þann boð- skap út til heimsins, að mannkynsfræðarinn væri kom- inn. Segir hún, að fyrir heilagt líferni og einlæga ástund- un hafi vitund Krishnamurtis smátt og smátt hafist upp, þar til hún nú hafi runnið saman við og sameinast vit- und meistara hans. Sjálfur lýsir Krishnamurti þessu svo: „Eg og ástvinur minn erum eitt. Síðan hefi eg öðlast lausnina og eilífa hamingju". Það er þetta sem hann vill gefa heiminum með sér, en biður menn að deila ekki um, hver hann sé. Þessar fréttir voru tilefnið til þess, að eg fór á al- heimsfund Stjörnufélagsins síðastliðið sumar. Eg hefi verið formaður félagsins hér á landi nokkur undanfarin ár og treysti mér ekki til að halda því áfram, nema því að eins, að eg fengi sjálf tækifæri til að gera mér grein fyrir, hvað væri að gerast, eftir því sem eg gæti. Aðalstöð félagsins hér í Evrópu er í Ommen á Hol- landi. Hefir félaginu verið gefin þar stór landareign og kastali, sem Eerde heitir. Eru þar nú stór mannvirki að sjá og hefir alt veríð unnið fyrir frjáls framlög, gjafir og ókeypis vinnu frá félagsmönnum. Þarf líka mikils með, því að í sumar komu þarna saman hátt á þriðja þúsund manns. Voru þar yfir 40 þjóðir saman komnar frá öllum álfum heims. Andi samúðar og fómfýsi var svo ríkjandi hjá þessari sundurleitu samkomu, að slíku hefi eg aldrei áður mætt. Eg hafði beðið þess með eftirvæntingu, að hitta Krishnamurti. Hafði eg fyrst hitt hann í London og París sumarið 1921 og orðið mjög hrifinn af honum. Þó duld- ist mér ekki þá, að hann hefði sínar takmarkanir. Hann virtist mjög óstyrkur á taugum og þola óvenju illa að vera innan um margt fólk. Auk þess fanst mér hann þá skorta skilning á breyskleikum annara, af því að líf hans

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.