Straumar - 01.12.1927, Síða 23
STRAUMAR
197
höll og- þó umfram alt á leið til að kynnast Jóhannesi
Miiller. 0g fá dæmi munu þau finnast að nokkurn hafi
iðrað þeirrar dvalar.
Þarna í Elmauarhöll er ætíð fyrir hópur manna, er
hafa vígzt þeim lifnaði, sem sæmir hreinum sálum, sem
eiga hjörtu, er slá af óróa eftir fullkomnara lífi. Þó er
þar Jóhannes Miiller fyrir öllum. Með fyrirlestrum og
samtölum vill hann hneigja hugi manna inn á þær braut-
ir, sem liggja til fullkomnara lífs og meiri andlegs þroska.
Rík áhersla er lögð á að mynda þama þann félagsskap,
sem með réttu mætti kalla samfélag, opna mönnum leið
að hjörtum hver annars, sameina hugi allra og binda
böndum bræðralags og kærleika.
Annan hvern dag koma allir saman í hátíðasal hall-
arinnar og leikur þar snillingur á slaghörpu. Ljós eru
slökt og menn sitja og njóta. Tónamir flæða í bylgjum út
yfir salinn. Þeir læsa sig um eina sál af annari, stilla þær
saman, opna þeim leiðir hverri að annari, veita þeim hlut-
deild í fagnaði hver annarar. Hrifningin vex. Tlugir
tvinnast saman í eina allsherjar heild, er finnur fullsælu í
því einu að vera saman. Sjá! Þeir eru eitt hjarta og
ein sál.
Margvíslegi’a fleiri ráða er beitt til þess að auka
kynni manna á meðal, vekja samhug og samvitund. Eitt
þeirra er danz. Er hann raunar stíginn með öðrum hætti
en annarsstaðar tíðkast og fylgir öðrum reglum. IJann er
iðkaður tvisvar eða þrisvar sinnum í viku og er Dr. Mul-
ler ætíð sjálfur með í honum, þótt hann hafi nú tvö ár
um sextugt. Eftir hljóðfallinu sveiflast menn og gefa sig
ósjálfrátt á vald þess og er það líkast leik bama, sem ekki
vita neitt af öðru en yndisleik líðandi stundar. Eitthvað
virðist losna, sem vaninn, hleypidómamir, kuldinn og ein-
angrunin leggja í dróma, byrgja inni og kyrkja. Það er
eins og allir varpi af sér einhverjum álagaham og verði
eins og áhyggjulaus börn. — í dögun sunnudagsmorgun
hvern syngur heimafólk söngva. Það byrjar á neðstu hæð
hallarinnar og gengur svo um alla höllina, fyrir hvers
manns dyr syngjandi og loks heyrist söngurinn deyja út