Straumar - 01.12.1927, Side 29

Straumar - 01.12.1927, Side 29
STItAUMAR 203 synd og dygð eru því frábrugðnar skoðunum mannsins. Dygð- ugur maðui- hlýtur að aðhyllast skoðanir Guðs á því, hvað gott sé og ilt, og þar af leiðandi er hann neyddur til að hugsa á þann hátt, sem honum er ekki eiginlegur. Syndugur maður hliðrar sér við að aðhyllast skoðanir Guðs og heldur áfram að hugsa um gott og ilt á þann hátt, sem manninum er eiginlegur. Skoðunarmáti íhaldsmanna á synd og dygð er ekki árang- ur af djarfmannlegri, óháðri siðferðilegri rannsókn, heldur sprottinn af því, að menn hafa aðhylzt siðakerfi, sem orðið er til fyrr á öldum, án nákvœmrar rannsóknar. 10. fyrirlestur. Synd og dygð (frá sjónarmiði frjáls- lyndisstefnunnar). Syndin er ekki fólgin í því, að neita að hlýða gjörræðislegum lioðorðum, sem talið er að Guð hgfi fyrirskip- að og komin eru lil vor fyrir erfilcenningar. — Syndin er fólgin í því að neita að hlýða siðgæðis-reglum, sem vér sjálfir hljót- um að viðurkenna að séu mikilvægar. Hver er meginkrafan til mannsins? Boðorðið um að liann vaxi i fullkomnunar-áttina. Siðgæðis-vera hans verður að taka framförum og þroskast; hann verður að hafa samband við fleira og fleira, sem mikilsvert er fyrir hann. Syndin er fólgin í því að neita að gera þetta. Sambönd lians við mikilsverða hluti verða færri og færri. I stað þess, að sið- gæðis-vera vor taki framförum, kemur kyrkingur i hana; end- irinn verður siðferðilogur dauði. Rétttrúnaðurinn fullyrðir, að maðurinn geti ekki tekið slík- um siðgæðis-vexti; frjálslyndisstefnan trúir hinu gagnstæða. Vér búum yfir öllum þeim hæfileikum, sem oss er þörf á til óendanlegs vaxtar og framfara. það, sem vér verðum að rækta, er hinn siðferðilegi vilji til að nota þá. 11. fyrirlestur. Hjálpræðið (sjónarmið rétttrúnaðarins). Rétttrúnaðarstefnan lítur svo á, að syndin sé í því fólgin að vilja ekki hlýðnast boðorðum Guðs, iivort sem vér skiljum boð- orð Guðs eða ekki. þetta eða liitt er rangt, af því að Guð telur það rangt, en ekki af því að m a ð u r i n n liti svo á. Hjálprœðið er því fólgið í að frelsast frá afleiðingum ein- hvers, sem Guð telur rangt vera. Og alveg eins og oðli syndar- innar er ákveðið af Guði, svo er og hjálpræðisleiðin ákveðin af honum. Maðurinn á sjálfur engan þátt í því að frelsa sálu sína, nema neikvæðan. Hann fylgir aðeins reglum, sem Guð hefir sett. Ef þessar reglur mæla svo fyrir, að honum beri að biðjast fyrir svo og svo oft á dag, eða að honum beri að trúa einhverju vissu atriði, eða að honum beri að neyta heilagrar kvöldmáltíð- ar, þá gerir hann það tortrygnislaust. Honum fer eins og sjúk-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.