Straumar - 01.12.1927, Side 32

Straumar - 01.12.1927, Side 32
206 S T H A l! M A R dygðar og styrkleika, þá getum vór líka gert það. Af því leiðir, að líf lians verður afar mikilsvert sem fyrirmynd. Eftir því sem frjálslyndisstefnan lítur á, er Jesús fremur leiðtogi en drottinn, opinberari þeirra möguleika, sem lífið fel- ur í sér, fremur en meðalgangari milli Guðs og manna, scm ber syndir vorar. Vér hyggjum, að mikilsvert sé að kynnast lífi lians, liugs- unarhætti hans, sögunni af baráttu lians til sigurs, því að vér trúum því, að það sem liann gat geit, það getum vér einnig gert. 17. fyrirlestur. Kirkjan (sjónarmið rétttrúnaðarins). Viðhald þess sannloika, sem opinberaður er í trúnni, krefst þess, að menn gangi i trúarsamfélag, kirkjuna. Rómverska kirkjan og enska þjóðkirkjan halda því fram, að kirkjan liafi verið stofnuð af Jesú Kristi sjálfum. Hlutverk kirkjunnar er að viðlialda óhreyttum þeim sann- leika, sem Guð hefir opinberað henni. Af því leiðir, að ekki má vera neinn skoðanamumir meðal meðlima kirkjunnar. Ef slíkur skoðanamunur kemur upp, verður kirkjan að reyna að snúa villutrúarmönnunum innan síns samfélags. Vilji þeir ekki láta sér segjast, verður að gera þá ræka úr trúarfélaginu. Aðalfjársjóður kirkjunnar er kerfi af trúarlærdómum, sem hún hefir tekið að erfðum frá liðnum tímum; aðalskylda henn- ar cr að varðveita þennan fjársjóð fyrir hverskonar árásum. 18. fyrirlestur. Kirkjan (sjónarmið frjálölyndisstefn- unnar). Frjálslyndisstefnan telur ekki kirkjuna vera stofnun, sem hafi það hlutverk fyrst og fremst að varðveita liugsanir liðinná kynslóða, hcldur liitt: að afla nýrra og verðmætra sann- inda. Kirkjari er ekki samfélag þeirra, sem hugsa hið sama, Tíeld- ur þe.irra, sem keppa að hinu sama. Ahugamál nútíðarkirkjunnar (the modern chureh) snerta ekki liðinn tima, heldur nútímann. Alt það, sem mist hefir gildi sitt fyrir nútíðarmenn, lætur hún sig litlu skifta, cn að öllu því, sem veldur þeim erfiðleikum eða setur þá í vanda, beinir hún athygli sinni. Kirkjan hugsar fremur um þennan heim en annan. Ef ilt stjórnarfar hrýtur hág við hreirit og há- leitt líferni, þá lætur kirkjan stjórnmálin til sín taka, ef þjóð- félagslegt óréttlæti leiðir óhamingju yfir miljónir manna, tekúr kirkjan þátt í baráttunni gegn sliku óréttlæti. Kirkjan vill horfa fram á við, vera hugdjörf, hreinlynd og taka skynsamlegum rökum, hjálpa öllum, háum scm lágum. Hún sannar heilagleika sinn með hjálpfýsi sinni og elsku sína til Guðs mcð því að þjóna mönnunum.

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.