Straumar - 01.12.1927, Page 34

Straumar - 01.12.1927, Page 34
208 S T R A II M A R hreyfði því, hvort kirkjan œtti ekki að fá að „vera með“, en áhugi virtist ekki mikill hjá öðrum nefmlarmönnum á því. Vafalaust má þó telja, að haldnar verði guðsþjónustur á hátíð- inni og fœri vel á, að það yrði gert á degi hverjum, undir for- ustu biskups, en klerkar væru sem flestir og klæddir liempum sínum. Líklegt má virðast, að Synodus verði haldin á þingvöll- um og væri þá vcl til fallið, að þar væru tekin i gildi ný kirkju- lög, sem væru i betra samræmi við þessa kynslóð en þau, sem nú gilda. Væri t. d. vel til fallið, að fara eftir tillögu Ásgeirs Ásgeirssonar, cand. theol., fræðslumálastjóra að islenzk kirkja skyldi þaðan af heita kristin kirkja, en ekki evangelisk-lúthersk. E. M. Smiður er eg nefndur, eftir Upton Sinclair, þýðandi séra Ragnar E. Kvaran. Útg.: Alþýðublaðið. — Saga þessi kom neðan- máls í Alþýðulilaðinu í fyrra og hefir verið sérprentuð. Lýsir hún endurkomu Krists og þriggja daga dvöl lians i einni stór- borg Ameríku, viðtökum valdhafanna og viðhorfi Krists við þjóðfélagsmálum nútímans. Kristur leitar til verkalýðsins, og hallast að skoðunum hans í þjóðmálum, jafnaðarstefnunni. Lýð- urinn ballast í fyrstu að Kristi og hlýðir fúslega á hann, en for ingjum þeirra þykir hann að síðustu fullróttækur, og veigra sér við að hafa nokkuð saman við hann að sælda, af því að hann komi óorði á félagsskap þeirra. Auðvaldið ætlar auðvitað að ærast, og heimtar, að þessum „blóðrauða bolsévíka" sé stungið í „steininn" sem fyrst. Ræður heldur Kristur og má segja að þær séu orð guðspjallanna þýdd á nútímamál, sumar hliðstæðar ræðum í Nýja testamentinu frá orði til orðs svo að segja. t. d. „Vei“-ræðunni í Matt. 23. — Með sögunni vill höf. sýna, að jafnaðannenn byggi ,á sömu lífsskoðun og Kristur, og að jafnaðarstefna og kristni Krists, — ekki kirkjunnar — sé í raun og veru sama stefnan. því verður líka vart neit- að, að jafnaðarstefnan, sem hefir einingu, bræðralag og sam- hjálp á stefnuskrá sinni, stendur nær stefnu Krists eins og hún birtist í guðspjöllunum, en auðváldsstefnan, með frjálsu samkepnina á sinni stefnuskrá. — þýðandi hefir ritað prýði- legan eftirmála við bókina um höf. liennar, og kveðst hafa þýtt liana til að vekja íslenzka lesendur til umhugsunar um sam- band stjómmála og trúarbragða. — Öll er bókin skemtileg að lesa og mjög ódýr. Kostar 3. kr., 400 bls. E. M. Nýir kaupendur „Strauma“ fá desemberblaðið í kaupbæti eða allan f. árg. fyrir kr. 3,00. Afgreiðsla er hjá Einari Magnússyni Cand. theol., Hallveigarstíg 8A Rvik. (Sími 1991). Reykjavík. — Prentsmiðjan Acta 1927.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.