Straumar - 01.12.1929, Page 3

Straumar - 01.12.1929, Page 3
STRAUMAR MÁNAÐARRIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 3. árg. Reykjavik, i desember 19a9 Í2. tbl. Jól. Sjá eg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitust mun öllum lýðnum, þvi að í dag er yður frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn. Þannig- hljóðar jólaboðskapurinn frá ári til árs, frá dögum kristninnar og fram á vora daga. Og enn í ár munu menn koma saman og hlýða þessum orðum, eins og jafn- an fyr. Og þeir munu gjöra það í misjöfnum hug, sem endranær; sumir í barnslegri trú, auðmýkt og gleði, sumir af vana og hæversku við ríkjandi siðu, sumir með góðlátlegt efabros á vörum. Og enn sem fyr mun svo fara, að margir heyra þau alls ekki, — líta ekki í þá átt, þar sem kirkjurnar ljóma og sálmasöngurinn dunar og prest- arnir segja það margir með löngum orðum og leiðinlegum, sem jólaguðspjallið segir frá í örfáum yndislegum línum, og með fegurð og tign, sem vinum guðdómlegrar listar einum er veitt að sjá. Og það eru þessir útlagar jólanna, sem hugur minn reikar til, — skógarmennirnir innan kristninnar. Þeir eru margsháttar engu síður en þeir, sem kristnir kallast. Þar eru vitrir menn og fáfróðir, auðugir menn og örsnauðir. Ef til vill eru það einmitt vitrustu mennirnir og fáfróð- ustu, auðugustu mennirnir og snauðustu. Andstæðurnar innan vébanda nútímalífsins heyja hjaðningavíg sín utan kirkju og kristindóms eins og hvorumtveggja er nú farið. hafa haslað sjer völl í hversdagslífi mannanna, iangt frá sálmadýrð og sunnudagshelgi. Þar er hvert augnablik barátta um líf og dauða. Iiinum snauða er það barátta um hlutrænar þarfir, mat og föt, hinum auðuga um arð

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.