Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 70

Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 70
Jóhanna Marta Olafsdóttir, markaðsstjóri Sþarisjóðs vélstjóra. Byggðu upp þína eigin framtíð Sparisjóður vélsljóra leggur áherslu á örugga og góða þjón- ustu og býður því viðskiptavinum sínum ýmsar leiðir til skemmri og lengri tíma til að ávaxta fjármuni sína en leiðirn- ar eiga það sameiginlegt að þær eru án áhættu fýrir viðskiptavin- inn. Hefur SPV ætíð haft hagsmuni viðskiptavinanna að leiðar- ljósi og þess vegna býður Sparisjóðurinn m.a. upp á reikning þar sem launþegar geta lagt inn viðbótarlífeyrissparnað sinn, Iifsval 1,“ segir Jóhanna Marta Ólafsdóttir markaðsstjóri í Sparisjóði vélstjóra. „Fjárhagsleg afkoma eftírlaunaáranna byggist að mörgu leyti á því sem maður leggur fyrir á starfsárum sínum. Þannig er það mikilvægt fyrir hvern og einn að koma sér upp einhverjum sjóði til að tryggja tekjur á eftírlaunaárunum. Þessi sjóður ætti að njóta öruggrar og traustrar ávöxtunar og er Lífsval 1, séreignareikn- ingur SPV, góð leið til að tryggja að svo verði. Engin hætta er á að höfuðstóll skerðist og launþegi getur verið viss um að hann fær fé sitt til baka með góðri og öruggri ávöxtun." Hagstæð ávöxtun Ufsvalsreikningur Sparisjóðsins ber í dag 6,0% vexti auk verðtryggingar. Nafnávöxtun reikningsins var 17,72% fyrstu sex mánuði ársins 2001 og raunávöxtun var 6,38%. Árið 2000 var nafnávöxtun reikningsins 10,5% og raunávöxtun var 6,06%. Nýlega gerði Morgunblaðið úttekt á meðalraunávöxtun líf- eyrisreikninga á síðustu fimm árum. Þar kom í ljós að útkoman er vægast sagt mismunandi og eru mildar sveiflur í ávöxtun. Út- tektin sýnir að viðbótarlifeyrissparnaður á Iifsvali 1 hefur frá upp- hafi verið hagstæðasta leiðin miðað við sambærilega kosti. Framlagi í lífeyrissparnað má skipta í tvennt, annars vegar skylduframlag og hins vegar viðbótarframlag. Allir launþegar, sjálfstæðir atvinnurekendur og verktakar eru skyldugir tíl að greiða lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð. Þannig er þeim ætlað að tryggja sér rétt tíl lífeyris. En staðreyndin er sú að lífeyrir verður að meðaltali 40% lægri en laun. Það getur því verið gott að eiga viðbótarsparnað í séreignasjóði, sérstaklega fyrstu árin eítír að látið er af störfum. KOSTIR VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐAR flllt að 4% í séreignasjóð „Viðbótarlifeyrissparnaður er góð leið til að auka séreign og er mjög hagstæður í samanburði við ann- an frjálsan sparnað,“ segir Jóhanna Marta, „enda fylgir honum skattalegt hagræði og bætist mótframlag launagreiðanda við ár- lega ávöxtun, sem ekki gerist ef um annan sparnað er að ræða.“ Með viðbótarlífeyrissparnaði er átt við það gjald sem launþegar geta greitt til viðbótar venjubundnu skylduframlagi í lífeyrissjóð. Þeim er heimilt að greiða allt að 4% af launum í séreignarsjóð og tryggja sér um leið mótframlag frá launagreiðanda. Það getur orðið allt að 0,4% lögum samkvæmt, en í kjarasamningum flölda launþegasamtaka* er þó kveðið á um hærra mótframlag. Greiði starfsmaður 2% eða meira ber launagreiðanda að leggja á móti 1% til viðbótar, en frá og með 1. janúar 2002 hækkar það framlag í 2%. Viðbótarlífeyrir getur því samkvæmt þeim samningum orðið allt að 5,4% sé öll heimildin nýtt, en 6,4% frá 1. janúar 2002. Þeir sem ekki nýta sér þennan möguleika eru í raun að missa af um- sömdum kjarabótum. Hvers vegna Lífsval SPV? • Launagreiðandi greiðir mótframlag til launþega, sem hann hefði annars greitt til ríkisins. • Iðgjöldin eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum og lækka því skattana. • Iðgjöldin ásamt vöxtum eru séreign hvers og eins og erfast við fráfall. • Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun né eignar- skattur af inneign. • Séreignin er erfðaskattsfrjáls. • Tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu, sem getur hafist við 60 ára aldur, en nýta má persónuafslátt tíl að lækka skattinn. Miðað við 150.000 króna mánaðarlaun getur heildarframlag í Lífsval orðið 9.600 krónur á mánuði ef launþegi vinnur sam- kvæmt kjarasamningum stærstu launþegasamtakanna þar sem mótframlag launagreiðanda getur verið allt að 2,4%. Ráðstöfunar- tekjur lækka samt ekki nema um 3.698 krónur þar sem iðgjaldið er dregið frá launum áður en tekjuskattur reiknast Ui Dæmi: Laun 150.000 kr. á mánuði, sparnaðartími 35 ár, raunáuöxtun 6% Með þuí að lækka ráð- Launþegi leggur fram 4.0% 6.000 kr. stöfunartekjur um aðeins Atuinnurekandi 2.4%*_______3.600 kr. 3.698.kr. fær launþegi alls fllls lagt í sparnað 6.4 % 9.600 kr. 9.600 kr. í sparnað Iðgjaldið er dregið frá launum áður en tekjuskattur reiknast. Miðað er við þessar forsendur ætti launþegi við 60 ára aldur 13,677,219 Sem samsvarar eftir skatta 8.429.270 e Frá og með01.01.2002, með tilvísun til samninga stærstu launþegasamtakanna Laun 250.000 kr. á mánuði Með þuí að lækka ráð- Launþegi leggur fram 4.0% stöfunartekiur um aðeins Atvinnurekandi 2.4%* 10.000 kr. 6.000 kr. 6.163.kr. fær launþegi fllls laSt' sparnað 6.4 % alls 16.000 kr. í sparnað 16.000 kr. lðgjaldið er dregið frá launum áður en tekjuskattur reiknast. 5 Frá og með01.01.2002, með tilvísun til samninga stærstu launþegasamtakanna * Samningar hafa m.a. verið gerðir milli Verkamannasamband íslands og Samtaka atvinnulífsins. Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Samtaka atvinnulífsins. Flugvirkjafélags Islands og Samtaka atvinnulífsins vegna Flugleiða hf. Verzlunarmannafélag Reykjar víkur og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna annars vegar og Samtaka atvinnu- lífsins hins vegar. Rafiðnaðarsamband Island og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. 70

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.