Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Qupperneq 95

Frjáls verslun - 01.10.2001, Qupperneq 95
VÍNUIVIFJðLHJN SIGMARS B. Beaujolais Jú jú, Beaujolais er ágætis vín með þeim mat sem tíðkast á jólahlaðborðinu. Beaujolais er í syðsta hluta Búrgundarhéraðs og eru Beaujolais vínin pressuð úr Gamy-þrúgunni. Við víngerð- ina er notuð sérstök aðferð sem byggist á því að þrúgurnar eru látnar geijast í lokuðum ámum undir þrýstingi koltví- sýrings. Það má eiginlega segja að þrúgusafinn éti sig í gegnum hýði þrúganna sem eru neðar í ámunni. Við þetta verða vínin matarmikil, af þeim verður ríkt ávaxtabragð en lítil sýra og tannin. Einkenni Beaujolais vínanna er einmitt hið góða ávaxta- og berjabragð, bragð af jarðarberjum, hind- berjum og stundum má finna vott af kanilbragði af góðum Beaujolais vínum. Það sem hefur gert Beaujolais vínin heimsfræg er sá skemmtilegi siður að þriðja fimmtudag nóv- embermánaðar koma Beaujolais Nouveau vínin á markað. RjÚpur En hvaða vín á að hafa með jólamatnum, t.d. rjúp- unni? Til að fá aðstoð við að svara þessari kreflandi spurningu var leitað til vínþjóns ársins í ár, Stefáns Guðjónssonar, en hann er einn eigenda Vínbarsins við Kirkjutorg. Það er flókið að velja heppilegt vín með rjúpunum, af þeim er sterkt villibráðar- bragð og í sósunni er rjómi. Með þeim er iðulega rauðkál og beijasulta, sem sagt afar flókin bragðsamsetning. Stefán mælir með ljúfu Pinot Noir víni frá Burgundi, t.d. hinu frábæra víni Faiveley Vosne Romanee Premier Cru á 3.320 krónur. Einnig mælir Stefán með Joseph Drouhin Cote de Baune á 1.790 krón- ur. Góð kaup, vín sem ekki veldur vonbrigðum. Eg hins vegar ætla að halda lengra suður á bóginn, eða til Astralíu, og mæli með Rosemount GSM á 2.144 krónur. Þetta er öflugt og þétt vín, bragðmikið og pressað úr nokkrum þrúgutegundum. Þar má iýrst nefna Grenache sem er vinsæl þrúga á Spáni og þarf mikla sól. I öðru lagi er Shiraz, en vín úr þessari þrúgu passa yfirleitt vel með villibráð. I þriðja lagi er svo þrúgan Mour- vedre. Við Stefán höfum farið hvor sína leiðina í vali á víni með rjúpunni, Stefán leggur meira upp úr því að hið fina villibráðar- bragð ijúpunnar fái að njóta sín en undirritaður er með kraft- meira vín sem ætti að þola rauðkál og rjómasósu. Pinot Noir er yndisleg þrúga og vín úr henni gerir góða villibráð betri. Kalkúnn Með kalkúnakjöti mælir Stefán með Beaujolais, Mor- gon frá George Duboeuf á 1.160 krónur. Þetta er gott val hjá Stefáni, ég er honum alveg sammála. Til þess að vera öðruvísi mæli ég með öðru Beaujolais víni frá sama framleiðanda, Fle- urie á 1.280 krónur. Þessi vín eru eins og gefur að skilja svipuð en þó er nokkur blæbrigðamunur á þeim, sem sagt góð vín með kalkúnakjöti. Einnig mælir Stefán með hvitvíni með kalkúnin- um, Tokay Pinot Gris Cote de Rouffach frá Rene Mure á 1.390 krónur. Þetta er einkar ljúft vín en þó bragðmikið, gæti því passað vel með kalkúni og fyll- ingu úr honum sem í væru ávextir. Þetta er djarft og skemmtilegt val hjá Stefáni, hvers vegna ekki að prófa þetta ágæta vín með kalkúninum í ár? Hamborgarhryggur Margir vínsérfræðingar í Danmörku ráðleggja rósavín með ham- borganum. Nú er það svo að lítið úrval er af rósavíni í versl- unum ÁTVR. Stefán mælir með bandarísku víni, Zinfand- el frá Gallo Snoma Frei Ranch á 2.310 krónur. Zinfandel er góður kostur, passar einkar vel með léttreyktu svínakjöti. Af Zinfandel er ávaxtaríkt og að- eins kryddað bragð. Aftur er ég sammála Stefáni. En til að vera örlítið öðruvísi mæli ég með Beringer Merlot á 1.590 krónur, þetta er einnig banda- rískt vín, ávaxtaríkt en fíngert og ætti því að eiga vel með hamborgaranum. Ekki gleyma bessu Það er áriðandi að kaupa jólavinin sem fýrst. Vínin eru lifandi og þurfa því umhyggju og þau þurfa að hvílast nokkra daga áður en tappinn er dreginn úr flöskunni og vínunum hellt í glösin. Þá passar ekkert alvöruvín með hangi- kjötinu, malt og appelsín er eiginlega hinn eini sanni jóladrykkur þjóðarinnar. Annars mælum við Stefán með góðum bjór með hangikjötinu fýrir þá sem ekki vilja malt og appelsín. ffil Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum: Rjúpa Rosemount GSM á 2.144 krónur. Kalkúnn Beaujolais, Fleurie, George Duboeuf a 1.280 krónur. Hamborgarhryggur Beringer Merlotá 1.590 krónur. Við Stefán höfum farið hvor sína leiðina í vali á víni með rjúpunni, Stefán leggur meira upp úr því að hið fína villibráðar- bragð rjúpunnar fái að njóta sín en undirritaður er með kraftmeira vín. Með kalkúnakjöti mælir Stefán með Beaujolais, Morgon frá George Duboeuf á 1.160 krónur. Þetta er gott val hjá Stefáni, ég er honum alveg sammála. Ég mæli með Beringer Merlot á 1.590 krónur með hamborgarhryggnum. Þetta er bandarískt vín, ávaxtaríkt en fíngert. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.