Ármann - 01.11.1937, Qupperneq 10

Ármann - 01.11.1937, Qupperneq 10
4 Á R M A N N Hinir efnilegu piltar úr félaginu, sem unnu drengjamótið. Ármenningar og hlutu þeir allir verölaun, en aðeins i meistarastig hluturn við að ])essu sinni og var það Karl Vilmundarson, sem þaö vann. Bæjakeppni drengja fór frarn í Vestmannaeyjum aÖ þessu sinni. Margir drengir fóru héðan til keppn- innar og þar af 7 Ármenningar. Úrslit urðu þau, að Vestmannaeyingar unnu. 9. september fór frarn Kappróðrarmót íslands. Keppt var um hið fagra Kappróðrarhorn íslands. Aðeins 3 lið, öll frá Ármann, kepptu. Því miður hafa okkar góðu og skæðu keppinautar, K.R.-ingar, slegið of slöku við róðurinn í sumar, en vonandi láta þeir okknr ekki vinna eins fyrirhafnarlítið næsta ár. Úrslit urðu ]>au, að A-liðið vann, en það skipa: Ásgeir Jónsson, Max Jeppesen, Axel Grimsson, Óskar Pétursson forræðari og Guðnmndur Pálsson stýrimaður. Annað var C-liðið og þriðja B-liðið. Á sundmeistaramótinu í byrjun október tóku þátt nokkrir Ármenningar og hlutu þeir tvenn 1. verð- laun, fimm 2. verðlaun og fern 3. verðlaun. Hefi eg nú drepið á flest það, senr máli skiftir af sýningum og kappmótum, sem félagið hefir tek- ið ])átt í. Eitt er það, sem skyggir á sigra okkar á árinu og það er, hve mikil mannfæð hefir ver- ið bjá okkur i frjálsum íþróttum meðal fulllorðinna. Bót er í ])ví að eiga svo stóran hóp ungra efnilegra manna, sem við eigum nú á uppleið. Við þurfum að fá enn almennari þátttöku í frjálsum iþróttum. Nú í vetur hefir Jón Þorsteinsson tekið að sér kenslu í þessum flokki, og efast eg ekki um, að hann með sínum alkunna dugnaði komi honum það áleiðis, að við skipum þar að nýju tiginn sess með- al þeirra, sem bestir eru. Og eitt enn: Það má ekki koma fyrir oftar, að svo stórt og voldugt íþrótta- félag sem Ármann er, geti ekki sent sveit í Víða- vangshlaupið á sumardaginn fyrsta. Það er varla vansalaust fyrir okkur að senda ekki ár eftir ár í það hlaup, sem er einhver skemtilegasta íþrótta- keppni ársins. Félagsmenn! Látið starfsemi liðna ársins verða ykkur hvöt til fjölda margra afreka á hinu ný- liyrjaða starfsári. Jcns Gud'björnsspn. Stjórn Skídasambands Noregs liefir boðið Skíðafélagi Reykjavíkur að senda nokkra menn til Noregs á skíðanámskeið, sem halda á í vikunni milli jóla og nýárs í Mjölfell við Berg- ensbrautina. Námskeið þetta sækja þeir einir, sem ætla að verða skíðakennarar. Verður kennt þarna: stökk, ganga og slalom; auk þess verða fyrirlestrar á kvöldin. — SkíðafélagiÖ hefir boðið félagi okk- ar að senda einn mann, sem við raunum þiggja með þökkum,

x

Ármann

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.