Ármann - 01.11.1937, Qupperneq 14

Ármann - 01.11.1937, Qupperneq 14
8 Á R M A N N þessu líkt. Þarna voru þá komnir út á bát annars staðar Maggi Brynjólfs, Guðjón Runólfsson og nokkrir fleiri. Hvort þessi óp okkar þarna alveg út við línuna hafa haft nokkur áhrif eÖa ekki, urðu þeir þó nr. 2 í þessum róðri. Sendiherra íslands, Sveinn Björnsson, var við- staddur kappróðurinn fyrri daginn, og til hans vor- um við allir boðnir nokkrum dögum fyrir heim- ferðina. Sendiherra var hinn alúðlegasti við okkur og sýndi mikinn áhuga fyrir róðraríþróttinni hér heima. Hann gaf okkur úrklippur úr norsku blaði, þar sem farið er nokkrum mjög lofsamlegum orð- um um íslensku ræðarana. Eftir mótið áttum við nokkra daga eftir, til þess að lítast um í Kaupmannahöfn, og er ekki hægt að segja annað, en að við höfum notað þá sæmilega. Við fórum á ýmsa skemtistaði, svo sem Tivoli, Lorry 0. f 1., og ekki má eg gleyma því, að við gengum á söfnin af mikilli skyldurækni. Til Svi- þjóðar brá hópurinn sér einn góðviðrisdag i flug- vél, og nutu menn ferðalagsins til fullnustu. Til álita kom, hvort ekki mundi eins gott að kaupa sér eitt hringflug yfir Kaupmannahöfn, en Svíþjóð- arförin fékk öll atkvæðin, þegar til kom. En til þess að jafna þetta upp, fórum við nokkru seinna upp i turninn á „Vor Erelsars Kirke“, en þangað upp eru 400 þrep, og ágætt útsýni þaðan yfir mik- inn hluta borgarinnar, og sér í lagi yfir höfnina og Amager. Einn dag skruppum við til þess að skoða Carls- berg verksmiðjurnar. Það er nú meira fyrirtækið. Þar er hægt að framleiða 2 miljón flöskur af öli á dag og y miljón af sódavatni eða sítrón, og er það sent út um allan heim, nema til íslands. Áður en gestir skilja við verksmiðjuna, er þeim ávalt boðið inn á veitingasali og er þar veitt öl og aðrir drykkir af mikilli rausn. Að kvöldi þess dags l>auð Köþénhavns Roklub okkur í skemtiferð á kappróðr- arbátum út í Trekroner, sem er rétt utan við höfn- ina, en til þess að komast Jrangað írá róðrarhúsi K. R., þarf að fara í gegn um alla höfnina, eða frá súðurhöfninni og út fyrir norðurhöfnina. Ferðalag þetta var hið prýðilegasta í alla staði og- var sérstaklega skemtilegt að róa í gegnum upp- lýsta höfnina á heimleiðinni. Trekroner er gamalt vigi, með gömlum fallbyssum, og var það talið óvinnandi á sínum tíma. Þar er nú skemmtistaður Kaupmannahafnarbúa, og er hann mjög mikið sóttur. Við skoðuðum bátahús stærstu félaganna í Kaup- mannahöfn. Þau eru mjög reisuleg, og öll með nýtísku útbúnaði, sum jafnvel með vatnsþróm til róðraræfinga að vetrinum, og svo stór, að þau rúma alt að 50 báta. Nokkur félög voru það sérstaklega, sem létu sér ant um okkar hag, og sem við stöndum í þakklætis- skuld við. Þau ýmist lánuðu okkur báta, þjálfara, leiðsögumenn eða annað, sem að gagni mátti koma, og alstaðar fengum við hinar hlýlegustu viðtökur. Heim á leið lögðum við með Gullfossi laugar- daginn 24. júlí og komum til Reykjavíkur að kvöldi dags 30. júlí. Ólafur Þorsteinsson. Hringferð Glímufél. Armann i sumar. Sýningarfarir Ármanns, bæði utanlands og inn- an, eru fyrir löngu orðnar landskunnar. Utanfarir glímumanna og fimleikamanna hafa aukið álit fé- lagsins og enda að verðleikum, því þær hafa ávalt verið mjög glæsilegar. En utanfarirnar hafa gert meira. Þær hafa aukið utanfararþrá margra æsku- manna, bæði i félaginu og utan þess. Sýningarför Glímufélagsins Ármann x sumar var að vísu engin utanför, en samt sem áður prýðileg íþróttaför, og að likindum ógleymanleg öllum ])átt- takendum. Sjálfsagt hefir aldrei neinum þátttakenda í förinni komið til hugar, að hann eða hún ætti á svo dásamlegan hátt eftir að kynnast íslenskri gestrisni í svo ríkum mæli, sem við gerðum í þess- ari för og ekki mun mörg af okkur hafa órað fyr- ir því í vor, að við á jafnódýran hátt gætum séð fegurð íslenskra sveita og hrífandi tign öræfanna, og við nú gerðum. Við byrjuðum að æfa undir Austurförina snemma í júní. En flokkarnir voru áður í góðri æfingu eft- ir Lands-fimleikamótið. Við æfðum 4—6 sinnum í viku, þar til við fórum, og enginn dró af sér, því

x

Ármann

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.