Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 15
Á R M A N N
>
9
Úrvalsflokkur kvenna,
Hringfararnir.
það var takmark okkar allra, aÖ þessi sýningarför
Ármanns yrði ekki lakari en hinar fyrri farir fé-
lagsins, sem farnar hafa verið innanlands og að
eitthvert iþróttalegt gagn mætti verða að förinni.
Við lögðum af stað með e.s. Súðin, héðan úr
Reykjavík, laugardaginn io. júlí kl. 9 að kveldi.
Voru þá margir Ármenningar, ásamt öðrum vin-
um og kunningjum, niður við skip til þess að óska
okkur fararheilla.
Þátttakendur í förinni voru þessir:
Flokkur kvcnna: Fararstjóri Díana Einarsdóttir.
Gróa Ólafsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Gyða Thor-
lacius, Hanna Thorlacius Ólöf Björnsdóttir, Rósa
Níelsdóttir, Stella Árnadóttir, Þórný Þórðardóttir,
Þórunn Claessen.
Flokkur karla: Fararstjóri Sigurður Norðdahl.
Bjarni Árnason, Einar Bjarnason, Finnur Kristjáns-
son, Gunnlaugur Björnsson, Hjörleifur Baldvinsson,
Jóhann Eyjólfsson, Jóhannes Halldórsson, Karl
Sveinsson, Sigurður Símonarson, Skúli Björnsson.
Fararstjóri bcggja jlokkanna og kcnnari var Jón
Þorstcinsson.
Aðrir þátttakendur voru: Eyrún Guðmundsdótt-
ir, Gerður Þórarinsdóttir, Guðmundur Jónsson og
Sveinn Ólafsson.
Sýnt var á þessum stöðum: Vestmannaeyjum,
Norðfirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Hall-
ormsstað, Eiðum, Húsavík, Laugum, Akureyri og
Reykjaskóla í Hrútafirði.
Eins og að líkindum lætur voru sýningarstaðirn-
ir misjafnir, alt frá þvi að menn yrðu að skáskjóta
sér bak við ofn til þess að fá tilhlaup í stökkunum og
til hinnar dásamlegu Atlavíkur í Hallormsstaðaskógi,
sem er einhver undursamlegasti staður á landinu og
sérlega vel fallinn til sýninga. Menn voru lika mis-
jafnlega undir sýningarnar búnir. í Vestmannaeyj-
um voru menn með sjóriðu og hún er ekki til bóta
á slánni og fleira gat komið til greina á svona langri
ferð. Það fundum við lika vel, hvilíkur geysimun-
ur er að sýna fyrir hina ýmsu áhorfendur, hve ólikt
það er að sýna fyrir þá, sem þekkja til fimleika,
eða hina, sem lítið fylgjast með. Bestu sýningarnar
voru á Laugum. Þá vorum við vel undirbúin, að
vísu allþreytt, en aðstaða hin besta í fimleikahúsi
skólans. Þar voru lika áhorfendur, sem fylgclust
með af áhuga.
Þegar minst er þessarar ferðar, verður okkur
fyrst hugsað til allrar þeirrar gestrisni, alúðar og
höfðingsskapar, sem við mættum víðs vegar á land-
inu. —
Séra Marinó Kristinsson í Vallarnesi var aðal-
hvatamaður þessarar farar og hafði ýmsan undir-
búning fyrir hana. Á heimili þeirra hjóna, en hann
er giftur Hrefnu Ásgeirsdóttur, og eru þau bæði
Ármenningar, var hinum fjölmenna hóp okkar tek-
ið með rausn, sem vart á sinni lika og þeirri hlýju,
að öllum fanst, að þeir væru komnir heim til sín.
Nokkrir borgarar á Akureyri tóku sig saman um