Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 22

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 22
i6 Á R M A N N inu, en LúÖvig varð eftir, og flutti uú ítarjegan fyr- irlestur um ísland. Þegar hann haf<5i lokið máli sínu, var stutt hlé, síðan hófst fimleikasýningin, sem var hvorttveggja staðæfingar og stökk. Þá tók við gliman; fyrst voru 2 menn látnir sýna brögðin, sem voru útskýrð jafnóðum. Eftir það var glírnt nokkra stund og gerðu menn sér far um að glíma létt og vel, en að lokum fór svo fram hændaglíma og var flokknum þá skift í tvo hópa. Var auðfundið, að áhorfendur fylgdu þeirri viðureign af miklum áhuga. Þegar svo allir voru fallnir úr öðru liðinu, var ekki um annað að gera en hætta. Var þá flokknum skip- að í 2 raðir andspænis áhorfendunum, sem voru kvaddir með jiýska ]>j:óðsöngnum og íslenska fán- anum. Þannig var dagskráin alstaðar og tók þetta alt um 2 klukkustundir. í Kiel var okkur sýnt alt, sem borgin hafði mark- vert upp á að hjóða, m. a. skipabyggingarstöðin, þar sem flest herskip Þjóðverja eru srníðuð. í Kiel er ágætur sjóbaðstaður, og þurfti ekki að hvetja okkur til að nota hann. Við vorum heldur ekkert latir við að taka þátt í þeim gleðskap, sem okkur var hoðið í af þæjarstjórninni eitt kvöldið, enda höfðum við sannfrétt, að þar yrðu saman komnar allar helstu blómarósir borgarinnar, og reyndist það svo, en ekki skal hér gerð tilraun til að skýra nán- ar frá því hófi. Meðan við vorum i Kiel, skrupp- um við til smáhæjar eins, er Neumúnster heitir, og höfðum þar sýningu. Þann 8. sept var svo farið til Hamborgar. Þar var dvalist í 2 daga og 1 sýning haldin. Það var farið með okkur um borgina ]>vera og endilanga og ennfremur höfnina, því alt ]>urft- um við að sjá. Annað kvöldið, sem við vorum í Hamborg, fórum við i óperuna, flestir í fyrsta skifti. og ]>ótti mikið til koma. Á Hamborgar-sýningunni kom fyrir eina slysið í ferðinni. Friðrik Jesson meiddist á fæti og töldu læknar óráðlegt að hann héldi áfram, og urðum við að skilja hann þar eft- ir og sáum hann ekki fyr en við komum aftur heim til íslands. Næsta sýning fór fram í Lúbeck og, var hún frek- ar illa sótt. En ef að við höfum komist í ilt skap út af því, þá bætti bærinn sjálfur mikið úr því, því hann er mjög fagur og aðlaðandi. Þar var okk- ur sýnt ráðliús, gamalt mjög en skrautlegt hið innra. Maríukirkjuna skoðuðum við lika, og held ég að það hafi verið sú fyrsta, sem við sáum, en upp frá því komumst við varla úr nokkurri liorg, án þess að hafa skoðað Maríukirkju staðarins, og fanst sumum fuUmikið að gert. í Lúbeck hittum við Jón Leifs, og spilaði hann undir, er við sungum ])jóð- sönginn. Þann 12. sept. vorum við komnir til Rostock og var sýning okkar mjög vel sótt þar. Þaðan skrupp • um við til Warnemúnde til að fá okkur bað, en þai er svo sem kunnugt er, mjög fjölsóttur baðstaður. Frá Rostock var haldið til smáþorps, er Prerow nefnist. Þar var allmargt ungra manna og kvenna á íþróttanámskeiði, sem hafði gaman af að sjá sýn- ingu okkar. Þar sváfum við eina nótt, eða réttara sagt nótt, því kl. 5 vorum við ræstir, reknir inn í járnbrautarlest og ekið með okkur til Stettin. Tók það ferðalag 9 klst. og gerðumst við ærið þreyttir og syfjaðir á leiðinni, því molluhiti var og sífeldar lestaslciftingar allan tímann. Munu flestir liafa feng- ið sér ærlegan blund áður en sýningin liófst um kvöldið. Næsti áfangastaður var Danzig. Urðum við að fara yfir Pólland og taka þar annan járnbraut- arvagn, sem var vagtaður af hermönnum og gættu þess vandlega, að við stígjum ekki á pólska grund, því til þess þurfti sérstakt vegabréf. Þessi áfangi var allvafningasamur, en rúmið leyfir ekki að frel<- ar sé sagt frá þvi. Sýningin í Danzig var vel sótt og móttökurnar með afbrigðum góðar. Að sýning- unni lokinni var okkur haldið veglegt samsæti af bæjarstjórninni. Voru þar margar ræður fluttar og sýningunni, en þó sérstaklega glímunni, hrósað mjög mikið. Voru oklair síðan afhentir minnispeningar frá bæjarstjórninni, og um leið gefið í skyn, að aðeins úrvals íþróttamenn væru sæmdir þessuni pen- ingurn. Að morgni þess 19. sept. vöknum við i Berlín. Þar var dvalist í 3 daga, enda margt að sjá og heyra. Á Berlínar-sýningunni mættu allmargir ís- lendingar, sem staddir voru i borginni, og lield ég, að þá hafi verið hálfgerður sýningarskrekkur í flest- um okkar. í Berlín búa hinir ágætu Islandsvinir Dr. Kroner og frú, sem tóku okkur tveim höndum, og í Berlín týndist Stefán. Margt gerðist fleira í Berlín, en ]>að yrði of langt mál, að fara að þylja það upp hér. Næsti sýningarbær er Hannover. Þar er okkur tekið forkunnar vel. Eulltrúar borgarinn- ar taka á móti okkur á járnbrautarstöðinni og aka með olíkur til ljústaðar okkar, sem var sameigin-

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.