Ármann - 01.02.1961, Side 8

Ármann - 01.02.1961, Side 8
SIGRÍÐUR LÚTHERSDÓTTIR: JdattdUtiattleiUur Uvetitfa Sigríður Lúthersdóttir Handknattleikur er skemmtileg íþrótt, enda er svo komið, að hann er orðinn ein fjölmennasta íþróttagrein sem iðkuð er hér- lendis, enda þótt aðstæður séu hvergi nærri góðar. Það sem mest háir handknattleiksiðk- unum eins og sakir standa, er húsnæðisskort- ur. Hér í Reykjavík eru, eins og flestir vita, aðeins þrjú hús sem gefa fólki tækifæri til að iðka þessa skemmtilegu íþrótt, þ. e. íþrótta- hús Vals, K.R. og íþróttahús f.B.R. að Há- logalandi, en þar stunda þau félög æfingar sem enn hafa ekki eignast fullnægjandi sali til handknattleiksiðkana. Ármannsstúlkurnar byrjuðu að stunda handknattleik árið 1932 undir stjórn Þorsteins Einarssonar, íþróttafulltrúa. Fyrsta fslands- mótið var haldið 1940, og tóku þær þátt í því. Unnu þær það mót með miklum yfirburðum. Má því með sanni segja að þær hafi hafið feril sinn glæsilega, og var nú braut þeirra blómum stráð um nokkurt árabil, eða fram til ársins 1945 er Haukar í Hafnarfirði hrepptu hinn eftirsótta meistaratitil og vörðu hann vel um nokkurt skeið. En það er ekki þar með sagt að Ármannsstúlkurnar hafi lagt ár- ar í bát. Áhuginn var nógur fyrir hendi, og þó þær hrepptu ekki meistaratitilinn á næstu ár- um, varð þeim ekki þokað neðar en í þriðja sæti, venjulega hrepptu þær þó annað sæti. Þjálfarar stúlknanna hafa átt einna mestan þátt í þessari glæsilegu frammistöðu. Um margra ára skeið þjálfaði Grímar Jónsson, sem er Valsmaður, stúlkurnar við góðan ár- angur. Valgeir Ársælsson, sem einnig er Valsmað- ur, tók við af Grímari, og mun hann hafa þjálfað kvennaflokkana lengst þeirra allra, eða til ársins 1957, er hann varð að hætta sökum veikinda. Á því tímabili, sem Valgeir þjálfaði, unnu stúlkurnar marga sigra og stóra. Til dæmis árið 1956 sigruðu þær í öll- um flokkum, eða meistara- fyrsta og öðrum flokki A og B. Þetta mun vera eitt sigursæl- asta árið í sögu kvenþjóðarinnar í handknatt- leiksdeild Ármanns. Munu Valgeiri seint full- þökkuð öll hans óeigingjörnu störf og stóru sigrar er hann átti einna mestan þátt í. Er Valgeir hætti, kemur til sögunnar Hall- grímur Sveinsson. Starfaði hann í tvö ár, og reyndist hann okkur vel. Enn kemur nýr þjálfari fram á sjónarsvið- ið, hinn þekkti íþróttafrömuður, frægi skíða- kappi og góði kennari, Stefán Kristjánsson. Núverandi þjálfari er Gunnlaugur Hjálmars- son. Þegar maður lítur yfir farinn veg, er margs að minnast. Ánægjulegar keppnisferðir, skemmtilegar æfingar og erfiðir leikir, ýmist að tapa eða sigra. Nú á nokkrum undanförnum árum höf- um við Ármannsstúlkurnar farið nokkrar skemmtilegar keppnisferðir út á land. Það er orðinn fastur liður í vetrarstarfinu, að enda veturinn og heilsa sumrinu með heimsókn til Akureyrar um hvítasunnuna. Leggja þá allir sem vettlingi geta valdið, land undir fót og lætur kvenfólkið þá venjulega ekki sitt eftir liggja. Það er fjölmennur og glaðvær hópur sem leggur af stað, en þreyttur og ánægður sem kemur heim, að lokinni yndislegri ferð í hópi góðra félaga. Slíkar ferðir eru nauðsyn- legar, þær treysta samheldnina og gefa kepp- endum kost á að kynnast betur utan æfinga, og árangurinn verður miklum mun betri. Árið 1956 háðu íslenzkar handknattleiks- stúlkur sína fyrstu landsleiki. Var þá valið 6 ÁRMANN

x

Ármann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.