Ármann - 01.02.1961, Síða 13

Ármann - 01.02.1961, Síða 13
GUÐMUNDUR ARASON: HNEFALEIKAR Það hefur verið heldur hljótt um hnefaleika að undanförnu, ekki að ástæðulausu. Nú hef- ur ritstjóri þessa blaðs mælzt til þess við mig, að ég skrifaði um hnefaleika í blaðið. Mér þykir fara vel á því, að hér verði rifj- aður upp, að nokkru, hinn ágæti þáttur Ár- menninga í hinni allt of stuttu sögu hnefa- leika hér á landi. Hjá Ármanni hófst kennsla í hnefaleikum haustið 1926. Kennari var Peter Wigelund, nú verkstjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Hann, ásamt þremur nemendum hans, þeim Sveini G. Sveinssyni, Lárusi Jónssyni og Ó- lafi Pálssyni, sýndu hnefaleika í Iðnó 28. september 1926 og var það fyrsta opinbera hnefaleikasýningin hér á landi. 22. apríl 1928 héldu Ármenningar fyrsta hnefaleikamótið, sem haldið var hér. Kepp- endur voru 12 allir úr Ármanni og fór keppn- in fram í Gamla Bíó. Hringdómari var Jó- hannes Jósefsson og utanhringdómarar þeir Eiríkur Beck og Reidar Sörensen. Keppend- ur: Karl Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Þórður Jónsson, Jón Kristjánsson, Þorvaldur Guðmundsson, Guðjón Mýrdal, Guðmundur Bjarnleifsson, Ólafur Pálsson, Sveinn Sveins- son, Pétur Thomsen, Óskar Þórðarson og Ólafur Ólafsson. Árið eftir var æft af kappi hjá félaginu og var annað hnefaleikamót haldið í Gamla Bíó 14. apríl 1929. Eftir 1930 lögðust hnefaleikar niður um tíma hjá félaginu, vegna þess að Peter Wige- lund fluttist til Keflavíkur og hóf þar smíði fiskibáta. Þá var enginn til þess að taka við kennslunni af honum. Þótt æfingar hættu um nokkra ára bil, þá höfðu keppnirnar og hnefaleikasýnigarnar orsakað áhuga hjá ýms- um fyrir því, að l.S.Í. tæki hnefaleika á stefnuskrá sína. Einn þeirra áhugasömu var Gudtnundur Arason. Kjartan Þorvarðarson, síðar forstjóri Sund- hallarinnar, er bar fram um það tillögu, sem var samþykkt á þingi l.S.I. árið 1933. Ári síð- ar voru þýddar, af Kjartani, hnefaleikareglur alþjóðasambandsins og þær gefnar út af I.S.I. 1934. Með tilkomu þeirra hófust að nýju æf- ingar hjá Ármanni í hnefaleikum um haustið 1935. Aðalkennari var Rögnvald Kjellevold, norskur klæðskeri, er starfaði hjá klæðaverzl- un Álafoss. Hann var vel þekktur hnefaleik- ari í Noregi á þeim tíma. Æfingar voru haldnar í íþróttasal Menntaskólans. Þegar ég hóf að læra hnefaleik um haustið 1935 var margt nemenda og áhugi mikill. Vel var séð fyrir kennslunni, því auk aðalkennar- ans voru þcir Guðjón Mýrdal og Sveinn Sveinsson aðstoðarkennarar. Okkur byrjend- unum veittu þeir beztu kennsluna. Þeir byrj- uðu á byrjuninni og fóru vel í smáatriðin, er ávallt skipta miklu máli. Kennslu-aðferð Kjellevolds var frekar sú,að taka nemandann ÁRMANN II

x

Ármann

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.