Ármann - 01.02.1961, Síða 18

Ármann - 01.02.1961, Síða 18
þróttir og þó sérstaklega glímu. Þorgrímur var alhliða glímumaður og hinn fjölhæfasti bæði í sókn og vörn. Helztu brögð hans munu hafa verið klofbragð, sniðglíma á lofti og krækja. Þorgrímur tók oft þátt í bændaglímu og sýningarglímu, sem Ármann gekkst fyrir. Einnig kenndi hann skólapiltum latínuskól- ans að glíma og glímu kenndi hann hjá Glímufélaginu Ármanni fyrir og um alda- mótin og var áhugasamur félagsmaður í því félagi. Auk búskaparins í Laugarnesi hafði Þor- grímur margs konar iðnað að atvinnu. Þorgrímur Jónsson var fæddur 28. febrúar 1873, sonur Jóns bónda í Skipholti í Hruna- mannahreppi Ingimundarsonar frá Efstadal í Laugardal og konu hans, Þorbjargar Jóns- dóttur bónda í Skipholti Grímssonar stúdents í Skipholti, Jónssonar í Skipholti, bróður Fjalla-Eyvindar. Hallgrimur Benediktsson, glimukappi Ég minnist Hallgríms Benediktssonar sem einhvers mesta glæsimennis og prúðmennis, sem ég hef komizt í kynni við. Frá bernsku er mér í fersku minni sá ljómi, sem lagði af nafni hans, þessa íþróttakappa, sem margan unglinginn langaði til að líkjast að atgervi og drengskap. Um Haligrím hefur það verið sagt, að snemma hafi borið á honum sem glímumanni, og fór orðstír hans vaxandi ár frá ári. Vakti hann ekki sízt eftirtekt vegna þess, hve öll framkoma hans var prúðmannleg og glæsi- leg, enda vann hann brátt hylli ekki síður viðfangsmanna sinna en áhorfenda eftir að hann fór að koma opinberlega fram sem glímumaður, en það gerði hann þar til 1912, en þá stóð hann á tindi frægðar sinnar. En frægastur mun Hallgrímur hafa orðið eftir Þingvallaglímuna 1907, þar sem hann sigraði. Þessi fræga glíma fór fram í viður- vist konungsins, Friðriks áttunda, ríkisþings- 16 Hallgrimur Bene- diktsson 190J. Myndin er tekin eftir konungsglím- una. manna og hins mesta fjölmennis víðsvegar að af landinu. Vafalaust hefur engin glíma hér á landi verið sótt með jafnmiklum ,,spenningi“ eins og þessi glíma. Var það ekki sízt vegna um- mæla þáverandi glímukóngs Islands, Jóhann- esar Jósefssonar, er hafði strengt þess heit að halda þar velli, hverjum sem væri að mæta ella lítilmenni heita. Þótti sumum þau um- mæli nokkuð digurbarkaleg, en héldu þó, að hann myndi geta staðið við þau, þar sem hann hafði fáum mánuðum áður unnið fræg- an sigur í Islandsglímunni á Akureyri. En cftir var þó að vita, hvað Sunnlendingar mundu duga, því þeir voru nú með í leikn- um. Þessir glímdu: Jóhannes Jósefsson, Hall- grímur Benediktsson, Guðmundur A. Stefáns- ÁRMANN

x

Ármann

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.