Ármann - 01.02.1961, Page 19

Ármann - 01.02.1961, Page 19
son, Sigurjón Pétursson, Snorri Einarsson, Guðmundur Sigurjónsson (Hofdal), Árni Helgason og Guðbrandur Magnússon. Var eftirvæntingin og umtalið um glímuna afar mikið og menn biðu með óþreyju þeirrar stundar, er glíma átti. Og menn urðu ekki fyrir vonbrigðum. Glíman öll var hin skemmtilegasta og margt óvænt og snjallt kom þar fram. Þegar þeir Hallgrímur og Jó- hannes glímdu varð hljótt meðal áhorfenda. Stóð það þó ekki lengi, því von bráðar vatt Hallgrímur sér undir Jóhannes og náði á honum ágætu hægra fótar klofbragði, sem hann breytti síðan í hælkrók á lofti, hægri á hægri. Féll nú Jóhannes fyrir Hallgrími, og dundu þá við glymjandi fagnaðaróp. 1 þessari frægu glímu fékk Hallgrímur Benediktsson i. verðlaun, Guðmundur A. Stefánsson 2. verðlaun og Jóhannes Jósefsson 3. verðlaun. Hallgrímur var einn af sjö þátttakendum í Ólympíuförinni til London 1908. 1 Lundún- um sýndu þeir íslenzka glímu daginn áður en Ólympíuleikarnir hófust. Þann dag var hátíð mikil á leikvanginum, og fóru þar fram margs konar íþróttir. Islenzka glíman vakti þar hina mestu eftirtekt meðal íþróttamanna og áhorf- enda. Mcðan á Ólympíuleikunum stóð, urðu glímumennirnir að halda kyrru fyrir í Lund- únum, því síðasta leikdaginn áttu þeir að sýna glímuna aftur. Stjórnandi leikhússins „Olympía" fékk þá til þess að sýna glímu í leikhúsinu, og tóku þeir því boði með á- nægju. Glímdu þeir svo í leikhúsi þessu á hverju kvöldi í heila viku og buðu áhorfend- um til leiks. Urðu ýmsir til að reyna sig og skora á þá í glímu, en enginn gat staðið þeim snúning, og þótti mörgum nafnkunnum glímukappa súrt í broti að verða að detta á svipstundu og skilja ekkert í þeim brögðum, sem beitt var. Hef ég það fyrir satt, að Hall- grímur hafi oftlega - þegar óárennilegt þótti að mæta cinhverjum beljakanum - ver- ið sendur fram á sviðið, og hafi hann þá ætíð sigrað. Árið 1912 fóru glímumenn á Ólympíuleik- Hallgrímur Benediktsson 1908. Myndin er tekin eftir fyrstu skfaldarglímu Ármanns. ana í Stokkhólmi. Glímt var á „Stadion“, og sigurvegari varð Hallgrímur Benediktsson. Vann hann Ólympíubikarinn, sem Islending- ar búscttir í Danmörku höfðu gefið til að keppa um á Ólympíuleikum til verðlauna bezta glímumanninum í íslenzkri glímu. f fyrstu Skjaldarglímu Ármanns sigraði Hallgrímur Benediktsson. Glíma þessi var háð 1. apríl 1908, og voru þátttakendur 12 og lagði Hallgrímur þá alla, en þeirra á meðal voru Sigurjón Pétursson, Guðmundur A. Stefánsson og Jónatan Þorsteinsson. 1 Skjaldarglímu Ármanns 1909 sigraði Hallgrímur einnig, en óhætt mun vera að telja þessa Skjaldarglímu eina hina veiga- mestu glímu, sem háð hefur verið í Reykja- vík. Armann 17

x

Ármann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.