Ármann - 01.12.1965, Page 15

Ármann - 01.12.1965, Page 15
marg sinnis á beim stöðum, sem heimsóttir voru. Farið var vítt um Schleswing-Holstein, mætti flokknum hvar vetna vinsemd og gestrisni svo af bar. Að lokum var boðið í ferð til Berlínar. Þjóðverjar kappkostuðu á allan hátt, að dvölin í landinu þeirra yrði íslendingunum, sem, ánægjulegust. Standa þátttakendur í mikilli þakkarskuld við hina höfðinglegu gestgjafa og það fólk er þeir kynntust og greiddi götu hópsins af vinsemd og alúð hvarvetna. Um þessa ágætu för verður væntanlega ritað fyllra innan tíðar. I lok apríl og byrjun maí voru innanfélagsmót deildarinnar háð, en það eru hinar árlegu Flokkaglíma Ármanns og Bikarglíma Ármanns. í Flokkaglímunni var glímt í þrem þyngdarflokkum karla, unglinga- flokki og 5 aldursflokkum drengja. Alls voru þátttakendur 42. í Bik- arglímu Ármanns tóku þátt 6 glímumenn. Sigurvegari varð Pétur Sigurðsson. Verður síðar gerð nánari grein fyrir úrslitum beggja mót- anna. Körffuknattleikur Körfuknattleiksmenn Ármanns hafa mjög látið að sér kveða á árinu. Meistaraflokkur félagsins lék í 1. deild sl. vetur, en þá var í fyrsta sinn tekin upp deildaskipting í körfuknattleik. Urðu Ármenningar í þriðja sæti á eftir KR og ÍR. Ármenningar urðu íslandsmeistarar í fjórða flokki og loks sigruðu Ármenningar í Bikarkeppni KKÍ sl. haust, en það var í fyrsta sinn sem bikarkeppni fór fram í körfuknattleik hér á landi. Þess má geta, að þrír Ármenningar fóru með landsliðinu í keppniferð til Bandaríkjanna, þeir Birgir Birgis, Finnur Finnsson og Sigurður Ingólfsson. Góður efniviður Eins og áður segir urðu Ármenningar Islandsmeistarar í 4. flokki 1965. Þessir efnilegu piltar æfðu undir handleiðslu Þorkels Steinars Ell- ertssonar, og ber honum stóran heiður af þessum ágæta árangri flokks ins. Leiki sína unnu þessir Ármenningar með miklum yfirburðum. Helztu leikmenn í 4. flokki voru þessir: Jón Sigurðsson, Björn Christ- ensen, Ottó Ólafsson, Sigurður Jónasson, Halldór Grönvald, Gunnar Haraldsson, Guðni Óskarsson, Hafsteinn Árnason og Ægir Þórðarson. ÁRMANN 15

x

Ármann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.