17. júní - 01.06.1924, Síða 3

17. júní - 01.06.1924, Síða 3
17. JÚNÍ 19 aðar, ekki einu sinni í Politiken eða Socialdemokraten. Pessi grein V. E. kom þó seinna í Vendsyssel-Tidende. Af hinum litlu persónulegu kynnum sem eg liefi haft af V. E., er eg full- viss pess, að í honum býr mikill mað- ur. Hann er ákveðinn í skoðunum sín- um, víkur hvergi fyrir því sem hann álítur rjett og satt. Hann er hreinn í lund og segir álit sitt hispurslaust. Pað hefur verið sagt um V. E. að hann væri „dansklundaður“, en pann orðróm breiddu nokkrir íslenskir stú- dentar út er V. E. gerðist einn af stofn- endum „Kára“ 1905. Ekkert er meiri fjarstæða. í greinum sem eg hefi sjeð eftir hann um ísland og Danmörku, seg- ir hann skoðanir sínar ákveðið og með fullri einurð. Par dregur hann enga dul á það, að best sje sem komið er með sambandið milli landanna. í því liggur enginn undirlægjuháttur. Oss íslend- ingum hættir oft við að telja menn vera andstæðinga alls þess sem er ís- lenskt, ef þeir bara leifa sjer að viður- kenna kosti annara þjóða. — Vald. Erlendsson er ungur ennþá, aðeins 44 ára. Hann á því vonandi margt óunnið, sem verða megi honum til gleði og þjóð hans til nytsemdar. Pví þótt forlögin hafi hagað því svo, að hann lifir og starfar meðal frænd- þjóðar, þá sýnir hann þó, að hann hefur ekki gleymt ættlandi sínu. Hann skrifar og talar um það, vill láta það njóta ávaxtanna af þeirri þekking er hann hefur aflað sjer, eins og hann líka vill að það njóti hvers heiðurs af starfsemi hans, í smáu sem stóru. — V. E. er fæddur að Garði í Keldu- hverfi og er þannig Norðurþingeyingur. Foreldrar hans voru hinn þjóðkunni bóndi og alþingismaður Erlendur Gott- skálksson, sem einnig var gott alþýðu- skáld, og seinni kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Grásíðu. V. E. er giftur danskri konu frá Vordingborg á Sjálandi og eiga þau 3 stálpuð börn, er heita: Finnur, Sigríður og Guðrún. Dorf. Kr. Sveinn Björnsson hættir sendiherrastarfanum í Khöfn. SENDIHERRAEMBÆTTIÐ olli and- mælum úr ýmsum áttum, bæði þá er lögin voru á döfinni og eins eftir að þau voru samþykt. En eftir að spurð- ist um veiting embættis þessa, fjellu að mestu niður umræður í blöðunum um þetta mál. Menn voru á eitt sáttir um það, að sjaldan hefði tekist betur um val á manni til jafn vandasams em- bættis. Síðan hefur Sveinn Björnsson gegnt þessum starfa og að dómi allra þeirra sem hafa kynst honum og eitt- hvað hafa þurft að leita hans, naumast hægt að hugsa sjer viðfeldnari mann í þá stöðu. Pað er því síst að furða að hans verði saknað af íslendingum hjer í landi, nú er hann fer alfarinn til ís- lands. Hann hefði sjálfsagt orðið mikill styrkur fyrir ísl. hjer í bænum, í bar- áttu þeirra fyrir því, að koma á fót og halda uppi föstum fjelagsskap meðal þeirra hjer í bæ, sem þó ávalt hefur verið ýmsum vandkvæðum bundið. Vjer vonum þá líka að hann gleymi

x

17. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.