17. júní - 01.06.1924, Page 15

17. júní - 01.06.1924, Page 15
17. JÚNÍ 31 Dr. phil. Marius Kristensen. ALLIR íslendingar, sem verið liafa í l Askov, þekkja dr. Marius Kri- stensen, og hygg eg að flestir beri hlýjan hug til hans. Ást hans á ís- landi og íslenskum mentum var öllum svo auðsæ, að jrað gat ekki hjá f>ví far- ið, að Íslendingum f>ætti vænt um liann, f>ó stundum hafi borið á milli. Oft hefur starf hans ekki verið virt að makleikum, og e. t. v. hefur hann líka verið of fróður og samviskusamur vísindamaður, til f>ess að geta orðið ræðumaður og kennari aljrýðu í peim stíl, er lýðskólarnir nota. En eitt er víst, að dr. Marius Kristensen hefur jafnan átt trúa og skilningsgóða læri- sveina, sem fylgdu ræðum hans með athygli, skildu hann og lærðu af honum. Dað er heiður fyrir íslendinga, sem verið hafa lærlingar í Askov, að á með- al þeirra hafa verið tiltölulega margir, sem skildu vísindamann Iýðskólanna (e. t. v. f>ann einasta) og færðu sjer í nyt kenslu hans. í ársriti Askov lærlinga (Askov Lær- linge) 1918, kemur dr. Marius Kristen- sen fram sem pýðandi íslenskra ljóða. Dað er hreint ekki lítið að vöxtum, sem nú er búið að f>ýða af ísl. kveðskap á dönsku, og gæti pað verið oss umhugs- unarefni, að við höfum ekki gefið ljóð- list Dana að sínu leyti eins mikin gaum, f>ó að par sje eðlilega af meiru að taka og úr fleiru að velja. Við kunnum peim pakkir fyrir, sem hafa gert tilraun til að gera ljóðlist ís- lendinga almennings eign einnig hjer í landi, pó að við hins vegar þykjumst hafa leyfi til að sega, sem satt er, um sumt af því, að betur hefði verið látið ógert. Af þessum þremur kvæðum, sem dr. Marius Kristensen hefur þýtt, er auð- sjeð að hann fer ekki af stað með neitt, semhann ræður ekki vel við, en þess var honum líka von. Kvæðin eru eink- ar vel þýdd — hvert öðru betur, máó hætt segja. „ísland“ eftir J. Thor. hefur ekki tapað „formelt'* við þýðinguna, en það er auð- vitað erfitt, að láta ættjarðarkvæði halda sama hljóm á erlenda tungu, og það hafði á frummálinu. Enn betur hafa „Kirkjugarðsvísur" Grims Thomsens tekist, en þó lang best með „í hafísn- um“, eftir Hannes Hafstein. En það er síst að furða, því það kvæði hefur snert hjarta dr. Marius Kristensens sjálfs. Dað eru eins mikið strengir hans eigin sálar eins og skáldsins, sem kveða við í síðasta versinu, er eg læt fylgja lijer i þýðingu M. Kr.:

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.