Morgunn - 01.12.1968, Blaðsíða 35
Haraldur Níelsson:
„Ég lifi og þér munuð lifa“
☆
Eftirfarandi ræða var flutt i Samkomuhúsinu, sunnudaginn 28.
Janúar 1906, þar sem Tilraunafélagið hafði starfsemi sína, og sýnir hún
°kki aðeins með hvaða hug Haraldur Níelsson gekk að tilraunum þess-
um, heldur er hún einnig mikill vitnisburður um, hvaða þýðingu hann
'aldi að eiliföarvissan hlyli að hafa fyrir líf og örlög mannkynsins. —
Eæðan hefur einnig sögulegt gildi að því leyti, að hún sýnir hvílíkri
andagift og mælskugáfu þessi maður bjó yfir þá þegar, mörgum árum
áður en hann tók prestsvigslu, meðan hann sat enn yfir þýðingu Gamla
'estamentisins. Er þvi vel til fallið, að hún komi nú fyrir almennings
sjónir á hundrað ára afmæli hans. B. K.
Ég efast um, að nokkur orð i Nýja testamenntinu hafi ver-
'ð kristnum mönnum dýrmætari en þessi. Ég efast um, að
nokkuð hafi verið lærisveinum Jesú minnisstæðara en þessi
01’ð af öllu því marga, er hann talaði til þeirra. Ég efast um,
nð nokkuð hafi huggað þá, er á Jesúm hafa trúað og honum
hafa treyst á öllum öldum, eins og þessi sex orð.
Mótlætið er margs konar í heiminum og erfitt að ráða bót
u bví. Mannshjörtun særast af mörgu og það er erfitt að
lækna þau sár. Ötalmörg þeirra virðast ólæknandi. Sitt með-
alið á við hverjum sjúkdómi. Það eru fæst meðöl, sem eiga
Vlð öllum sjúkdómum. En dásamlegt er það, að þessi orð
Krists hafa jafnan megnað að draga úr hvers konar sviða
hjartans, þar sem þeim af alvöru hefur verið trúað.
Trúin á eilift líf hefur verið bezti læknir mannkynsins,
har sem hún hefur gagntekið hjörtun. En þvi miður, hún
helur hjá mörgum verið aðeins von, sem á fullorðinsárum
hefur kulnað út. Hún hefur verið „trú“, sem í allt of margra
8