Morgunn - 01.12.1968, Blaðsíða 77
MORGUNN
155
I þessari bók setur hann fram skoðun sína á jarðlífinu, og
fi’eistar að gera gi’ein fyrir því á fræðilegan hátt. En jafn-
fí’amt er honum ljóst, að fræðin um hlutina og um lifið, eru
að vísu nauðsynleg og góð, svo langt sem þau ná, en hitt
skiptir þó hvern einstakling miklu meira máli, að kunna
rétt skil á gildi hlutanna og á tilgangi og takmarki lífsins.
Og til þess að geta það, þurfum við, eins og postulinn segir,
að horfa fyrst og fremst „ekki á hið sýnilega, heldur hið
ósýnilega, því að hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega
er eilíft.“
Spíritisminn og sálarrannsóknirnar kenndu honum fyrir
síendurtekna reynslu og athuganir að leggja nýtt mat á gildi
þess stundlega, jafnframt því sem þær beindu sjón hans að
því ósýnilega og andlega, þvi sem eilift er og aldrei fellur úr
gildi. Og það er um þessa reynslu, bæði sjálfs hans og ann-
ai’ra, sem síðari kafli bókarinnar einkum fjallar.
Þriðji kafli bókarinnar nefnist kveðjur. En það eru ekki
kveðjur hans sjálfs til lífsins. Það eru kveðjur vina hans og
samstarfsmanna, að leiðarlokum, þegar hann var sjálfur
íagður af stað í ferðina héðan, þangað sem hugur hans
stefndi og vonin, vissan og trúin vísaði honum leið.
Það er bjart yfir þessari bók og þeirri lífsskoðun, sem
hún flytur.
Hafsteinn Björnsson:
Næturvaka.
Ýmsir mættu halda, að í þessari bók væri Hafsteinn mið-
hl að lýsa sínum dulrænu hæfileikum, hvernig þeir hefðu
þróazt, hvernig og hvenær hann hefði orðið þeirra fyrst var,
°g yfirleitt hvernig það sé að vera miðill, hvernig dagvit-
undin hverfur og hvort eða hversu mikið hann veit til sín í
s3álfum trancesvefninum, hinum léttari, þegar hann hefur
skyggnilýsingar, og hinum höfugri, þegar sál hans virðist að
verulegu leyti hafa yfirgefið likamann.
Lýsingu á þessum hlutum, og miðilsástandinu yfirleitt,
hefði bæði mér og öðrum þótt forvitnilegt að heyra.