Morgunn - 01.12.1968, Blaðsíða 36
114
MORGUNN
hjörtum vantaði það að geta orðið að svo rikri sannfæring,
að hún kæmi að verulegu haldi í erfiðleikum lífsins.
Vér lifum á þeim merkilegu tímum, að nú er þessi trú og
von að breytast í vissu. Vér getum tileinkað oss þessi orð
Jesú: ,,Ég lifi og þér munuð iifa“ með miklu ríkari sann-
færing en þeir, sem ekki vita það, að tekizt hefur að sanna
framhald lífsins eftir dauðann á svo fuilkominn hátt sem
frekast er hægt að sanna nokkurn hlut.
Ihiers vegna þessar tilraunir?
Það ber ósjaldan við, að vér erum spurðir á þessa leið:
„Hví eruð þér að fást við þessar tilraunir, hvaða gagn er
að því?“
Fyrsta og beinasta svarið við slíkri spurningu er auðvitað
þetta: „Vér ei’um að ganga úr skugga um það, að maðurinn
lifi, þótt hann deyi, vér erum að ganga úr skugga um, að til
sé annað lif!“ Og það er mesta spurning mannsandans, þýð-
ingarmesta þekkingaratriðið fyrir hvern einasta mann, sem
lifir á þessari jörðu. Því að hitt sýnir reynslan daglega og
hefur á öllum öldum sýnt, að vér eigum allir að deyja.
Or því að hver einasti einstaklingur veit það með óbifan-
legri vissu, að hann á að deyja, að dauðinn vitjar hans eftir
tiltölulega fá ár, hví skyldi þá ekki það vera heitasta þráin
hans að fá að vita með vissu, hvort þar með sé öllu lokið? —
Verði það ofan á hjá honum, að ekkert líf sé til eftir þetta,
þá hlýtur slík sannfæring að hafa rík áhrif á lífsskoðun
hans og breytni hans. Það hlýtur þá að vera aðalmarkmiðið
að hafa sem mest upp úr þessu stutta lífi og gera sér ævina
sem þægilegasta og unaðsríkasta, áður en hinn endalausi,
draumlausi svefn taki við.
Ég skal alls ekki neita því, að ýmsir menn geti fellt sig vel
við slíka tilhugsun, að allt endi í dauðanum, jafnvel margir
þeirra, sem að einhverju leyti finna til erfiðleika lífsins, og