Morgunn - 01.12.1968, Blaðsíða 32
110
MORGUNN
Skyndilega beindist athygli allra að þrem mönnum, sem
gengu hvatlega heim á staðinn. Fremstur þeirra og í miðið
fór maður í ljósleitum sumarfötum, buxum hnepptum fyrir
neðan hné, gráum sportsokkum, sem svo voru nefndir þá, og
með enska húfu á höfði. Allra augu hvíldu á honum. Ég held
að enginn hafi þá stundina séð neitt eða neinn, nema hann.
Þegar hann kom nær, tók hann ofan húfuna og heilsaði
mannfjöldanum. Ennið var breitt og bjart, svipurinn tigin-
mannlegur og hreinn. Hár hans og skegg var nokkuð tekið
að grána, og var hann þó aðeins á fimmtugs aldri. Breiður
hökutoppur, lítið eitt klofinn neðst, bar ofurlítið ljósari lit
en skeggið á efri vör. Og þegar hann brosti, sá í periuhvítar
tennur. Yfir augunum var sérkennileg, draumkennd hula.
Mér fannst, að þessi augu hlytu að vera skyggn og sjá fleira
og meira en augu okkar hinna.
Hin stóra og veglega kirkja hefur hlotið að vera troðfull
af fólki. En eg sá það ekki. Eg sá ekkert nema hann. Það
kann að hafa verið sungið. Eg man það ekki. Eg heyrði víst
enga rödd þarna, nema röddina hans. Þó var hún í sjálfu sér
ekki sterk, heldur hás og varð stundum nærri því að lágu
hvísii. Eigi að síður fyllti þessi rödd allt húsið. Maður heyrði
hana ekki bara með eyrunum. Hún smaug manni í gegn um
merg og bein, læsti sig um hverja taug, fann sína beinu leið
til hjartans. Hún var ekki eins og aðdynjandi sterkviðris.
Hún var sterkviðrið sjálft, sem hreif áheyrandann með sér,
svo að hann gleymdi bæði stund og stað. Orð hans voru ekki
aðeins vitnisburður þekkingar, rökfimi og afburða mælsku.
Þau voru eins og sindur frá glóandi járni, gneistar frá þeim
eidi, sem inni fyrir bjó.
„Svona hafa spámennirnir talað til þjóðar sinnar foi’ð-
um“, hugsaði eg. „Svona hafa lærisveinarnir borið upprisn-
um frelsara sínum vitni á dögum frumkristninnar, fylltir
eldmóði andans og kraftinum frá hæðum“.
Eitthvað á þessa leið hugsaði eg þá. Og þannig hugsa eg
enn í dag eftir meira en hálfa öld, er eg minnist prófessors