Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Síða 9

Morgunn - 01.12.1983, Síða 9
ER SPÍRITISMINN PTJSK? 111 var fyrir u.þ.b. öld að tveir þekktir Bretar stofnuðu Breska Sálarrannsóknafélagið; þeir Oliver Lodge og Conan Doyle læknir og höfundur Sherlock Holmes-bókanna. Þeir félagar vildu stuðla að rannsóknum á dulrænum fyrirbærum og safna staðreyndum um reynslu fólks í þeim efnum, meðal annars gegnum miðla. Hugmyndir þeirra voru í anda náttúruvísinda 19. aldar þar sem sú trú var rikjandi að hægt væri að finna skynsamlegar skýringar á flestum fyrirbærum náttúrunnar. Spíritisminn eða sálarrannsóknir skutu fljótlega upp kolli hér á landi, þar má nefna menn eins og Einar Kvaran rithöfund sem ritaði og ræddi um spíritisma á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Hann fléttaði fræðunum inn í sum- ar skáidsagna sinna og stundaði rannsóknir sjálfur, t.d. var hann um skeið gestkomandi að Bessastöðum til að reyna að ná sambandi við Appolóníu Schwartskopf sem lést þar á bæ með dularfullum hætti á 18. öld. Ýmsir fleiri hafa lagt hinum dulrænu fræðum lið svo sem prófessor Haraldur Níeisson, dr. Helgi Pjeturss, ásamt miðlum, og huglæknum, að ógleymdum þeim sem hafa skráð heilu bækurnar samkvæmt skipun að handan. Spíritisminn tengdist mjög trúarumræðum hér á landi, meðan sálarrannsóknir erlendis tengdust æ meir vísinda- legum rannsóknum. Þar með er komið að kjarna málsins og þeim skiptu skoðunum sem komið hafa upp á yfirborð- ið í kjölfar hins nýja Morguns. Er sú starfsemi sem fram fer innan Sálarrannsóknafélagsins byggð á bábiljum og trú eða byggir hún á óyggjandi reynslu fólks? Hvar liggja mörkin milli vísinda og trúar? Spíritisnii og sálarraimsóknir tvennt ólíkt Það er ekki aðeins grein dr. Þórs Jakobssonar í siðasta hefti Morguns, sem bendir til þess, að spíritisminn, og þá einkum í formi miðilsfunda sé kominn undir smásjá þeirra manna héi’lendis sem vilja koma gagnrýnum viðhorfum á

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.