Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 21

Morgunn - 01.12.1983, Side 21
UM HVAÐ ER DEIET 123 en hins vegar ekki rétt að kenna slík félög við sálarrann- sóknir. Það er ekki nema einn sálarrannsóknamaður til á Is- landi í dag, sem til þess hefur rétta menntun og vísindalega afstöðu og þar er dr. Erlendur Haraldsson. En hann skortir illilega fé til áframhaldandi rannsókna. Ég tel einnig að þessi gífurlegi áhugi spiritista á Isiandi á transfundum miðla geti verið mjög varasamur. Góður, fær og heiðarlegur miðill er jafnsjaldgæfur og snillingur í listgrein. Sambönd þau sem nást á miðilsfundum eru að verulegu leyti komin undir hreinleik, einlægni og hæfiieik- um miðilsins. Það sem ég tel máli skipta, þegar menn heillast af fögrum skoðunum, er að færa sér þær í nyt með þeim hætti að vinna að persónulegum andlegum fram- förum hjá sjálfum sér, öðrum til blessunar. Það er ekki iíklegt að miðilsfundur hjá illa þjálfuðum miðli geti haft slík áhrif á fundarmenn. En miðilsfundir virðast vera eina áhugamál alltof margra, sem áhuga hafa á sálrænum málum. Ef þeir telja sig spiritista, af því að þeir fallast á þær skoðanir sem fram koma í framanrit- uðum þrem liðum, þá eiga þeir ekki að láta sér það nægja, heldur íhuga mjög gaumgæfilega þær ályktanir, sem af þeim má draga og reyna að breyta hugsunarhætti sínum og atferli í samræmi við það. En þær ályktanir eru í fram- haldi af fyrri liðunum þrem þessar: 4. Siðferðileg hegðun okkar hér á jörð á að miðast við hina gullnu reglu, sem hinn mikli Konfúsius gaf mann- kyninu: „Allt sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. 5. Sérhverjum einstaklingi ber að vera sinn eigin frelsari, en getur ekki með neinum rétti varpað því yfir á neinn annan að líða fyrir syndir sínar og misgerðir. 6. Sér hver einstaklingur uppsker eins og hann sáir — er sinnar eigin gæfu smiður. Hann ávinnur sér með

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.