Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 27

Morgunn - 01.12.1983, Side 27
HEFUR SPIRITISMINN . . . 129 tilvera 2ja póla — er forsenda skynjunar, þá verður skynj- un og kerfisformi hennar, skynsemi og raunhyggju — ekki beitt, til þess að ná tengslum við guðdóminn“. Því er það, að í dularleiðslunni hverfur tvíhyggjan, andstæðurnar upphefjast og sýn gefst inn í ómælisvíddir eilífðarinnar — Guð og maður verða eitt, því í upphafi var Eindin. Þannig er á sama grundvelli ekki hægt að nota viður- tekið raunvísindalegt sannanaform við yfirskilvitleg fyrir- bæri, nema kannski að litlu leyti Svokölluð hugvísindi aftur á móti tala meira um líkindi eða líkur en sannanir. Er ekki mest öll vísindaleg rann- sókn upphaflega sprottin af athugunum og eftirtekt ein- staklinga? Hvað er t.d. innhverf sjálfsskoðun eða íhugun í eðli sínu annað en einskonar eigin sálkönnun eða sálar- rannsókn einstaklingsins. Því finnst mér að hinar ýmsu greinar sálkönnunar, sem ég þegar hefi að nokkru fjallað um, eigi ekki að vera að deila um „keisarans skegg“, heldur sameinast og leita sannleikans, hönd í hönd. — Þá munu hugsjónir rætast og aftur morgna! (Flutt á íélagsfundi í Sálarrannsóknafélagi Islands 11. okt. 1983.) 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.