Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 28

Morgunn - 01.12.1983, Side 28
ÍNGVAR AGNARSSON: DRAUMAR OG LÍFSAMBÖND I. FURÐUHEIMAR STJARNANNA Reikistjörnur, sólir, vetrarlírautir Fátt er fegurra á að horfa á heiðskírum kvöldum en stjörnum skrýddur himinn. Þarna glóa þær svo fagurlega, hundruðum saman, þúsundum saman. Þær vekja okkur lotningu, hugurinn heillast af að horfa á þessa litlu birtu- depla. Fegurð þeirra er fjölbreytileg. Sumar eru daufar og óskýrar en aðrar eru bjartar og fagurskínandi. Aliar blika þær á áhrifaríkan hátt. — (Það eru aðeins reiki- stjörnur okkar sólkerfis sem ekki blika, og þær sjást aldrei margar í einu.) Vitum við hvað stjörnurnar em? Já, núorðið vitum við með fuilri vissu að stjörnurnar eru sólir, þær enj sjálf- lýsandi hnettir, rétt eins og okkar eigin sól, en margar þeirra mjög miklu heitari og stærri en hún. Er við horfum til himins á heiðum kvöldum, fer ekki hjá því, að við sjáum, hversu mjög þær raðast misþétt og á mismunandi vegu á hvelfingu himinsins. Þær mynda það, sem kallað er stjörnumerki, og hafa þeim verið gefin ýmis nöfn í aidanna rás. Eitt er t.d. það stjörnumerki, sem mjög er fagurt og áberandi héðan að sjá frá Islandi um miðjan vetur, en það er Óríon eða Veiðimaðurinn. Þar er að sjá hinar vel þekktu Fjósakonur, en það eru þrjár stjörnur í röð, í miðju þessa

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.