Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 29

Morgunn - 01.12.1983, Side 29
DRAUMAR OG I.ÍFSAMBÖND 131 merkis. Mjög eru þær ljóssterkar í raun. Þær geisla frá sér ljósi, sem er þúsundum sinnum bjartara en ljós okkar sólar, en fjarlægð þeirra svo mikil að ljósgeislinn er um eitt þúsund og fimm hundruð ár að komast frá þeim, þang- að til hann mætir augum okkar hér á jörðinni. Þetta tákn- ar, að Ijósgeislar þeirra hafa lagt af stað um fimm hundruð árum eftir Krist, þ.e. mörgum öldum áður en Ingólfur Arn- arson nam land á íslandi. Þó fer ljósgeislinn 300 þúsund kílómetra á hverri sekúndu, eða um það bil átta sinnum umhverfis jörðina. Til samanburðar má geta þess að ljósgeisiinn er aðeins í’úma sekúndu að þjóta milli jarðar og tungls og um 8 mín- útur að komast frá sólinni tii jarðar. Sú vegalengd sem ljósgeislinn fer á einu ári er kölluð ljósái'. Allar sjáanlegar stjörnur, nema reikistjörnurnar, eru sólir. Allra nálægustu sólstjörnur og þó örfáar, eru í um það bil 4—5 ljósára fjarlægð, og bjartasta sólstjarna himins, héðan að sjá, Síríus, er i 8,7 ljósára fjarlægð. Allar stjörnur, sem héðan sjást með berum augum, mega heita nágrannasólir okkar. Allar tiiheyra þær, — og þar með okkar sól og okkar jörð, — einu geysistóru stjörnu- hveli, sem kallað er vetrarbraut. Þetta er einskonar stjörnueyja, sem liggur langt frá öðrum slíkum í óendan- lega víðum geimi. Svo stórt er þetta stjörnuhvel okkar, vetrarbrautin, að það tekur ljósið um 100 þúsund ár að komast frá einum jaðri þess til annars, og svo gifurlegur sólnafjöldinn, að þær eru taldar vera um 100 þúsund milljónir. Langt er þó frá að þetta mikla stjörnuhvel okkar, sé allur alheimurinn. Nei, það er nú öðru nær. Því óendan- legur fjöldi sambærilegra vetrarbrauta liggur dreifður um allan hinn þekkta alheim, í allar áttir. Mikilleiki heimsins er slikur, að enginn mannshugur getur í raun, rúmað eða gert sér að fullu grein fyrir þess- um mikla alheimi, með öllum þeim furðum, sem þar er að finna, og hefur þó snilli mannlegs hugar, enn sem komið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.