Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 30

Morgunn - 01.12.1983, Page 30
132 MORGUNN er, uppgötvað fæsta þá leyndardóma, sem heimur stjarn- anna býr yfir. Við, mennirnir, þurfum að gera okkur sem best grein fyrir því, að við eigum heima í þessum mikla heimi stjarna og vetrarbrauta, og að jörðin, sem er heimkynni okkar, er sem agnar sandkorn í ríki himnanna, ef borið er saman við þau ógrynni stjarna og við þau óendanlegu víðerni, sem hér er um að ræða. Lengi horfðu menn á stjörnurnar, þessi himinblys, án þess að gera sér grein fyrir, hvað glóði þar svo fagurlega. En þó kom þar, að menn vissu, að hér eru sólir og aðrar jarðir. Nú álíta stjörnufræðingar, að flestum sólum fylgi reiki- stjörnur, en sá möguleiki er einmitt forsenda þess, að um líf sé að ræða, víðar en á okkar jörð, þessum litla kalda hnetti, sem er heimkynni okkar mannanna. Eitt sinn var álitið óhugsandi að unnt yrði að láta efna- fræðina ná til stjarnanna, óhugsandi, að nokkurntíma yrði unnt að fá vitneskju um það, hvaða efni væru i stjörnun- um. Þetta hefur samt tekist. Hugsun mannsins hefur brotið sér braut lengra og lengra út í heim stjarnanna, og inn í leyndardóma efnisins. Nú er vitað, að allar stjörnur og allar vetrarbrautir geimsins eru samansettar úr sömu efn- um og þeim, sem þekkjast hér á jörðu. Sömu frumefnin eru alstaðar. Heimurinn, alheimurinn, er einn, þótt stjörn- ur hans séu óendanlega margar. — Mannshuganum hefur tekist að láta efnafræðina ná út til stjarnanna. II. UM LÍFFRÆÐI ALHEIMSINS A. Stjarnlífið og <lr. Helgi Pjeturss Eins og tekist hefur, að láta efnafræðina ná út til stjarn- anna, eins þarf að láta líffræðina ná út til þeirra. En þarna standa nú hin viðurkenndu vísindi enn á sama frumstæða

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.