Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 38

Morgunn - 01.12.1983, Side 38
140 MORGUNN um berast ógnvænleg áhrif til jarðar okkar, því helheima- búar beita mjög hugarorku sinni til að koma hér illu til leiðar, og tekst það oft, og þess fremur, sem hér er ekki vitað um tilvist hinna illu íbúa slíkra staða, og þvi siður hægt að koma vörnum við. Ég sé ekkert mæla á móti þeim skilningi, að hinn illilegi maður, sem Sigurlaug hefur séð og heyrt í gegnum draumgjafa sinn, hafi einmitt getað átt sinn þátt í hinu ógurlega slysi, sem varð á Patreksfirði, daginn eftir að draumurinn var dreymdur. Því í vítum sumra annara hnatta munu iilar verur vera samstilltar í því, að beita hugarorku sinni til ills. b. Slysa-, óhappa- og glœpafaraldrar Við vitum það af langri reynslu, að slysa- og óhappa- öldur koma og ganga eins og í bylgjum og það stundum langt umfram það, sem eðlilegt mætti kallast. Á einhverj- um árstíma verður t.d. mikið um bifreiðaslys, á öðrum tíma gerist mikið um sjóslys, eða þá t.d. brunaslys hvert af öðru. I þessu sambandi mætti einnig nefna árásir á fólk og íkveikjur í húsum, sem stundum ganga eins og í bylgjum á vissum tímum. — Ég hygg að orsakanna og aðdragand- ans til þessara hörmunga sé einmitt oft að leita til áhrifa frá heiheimum annarra hnatta. Þessi áhrif flæða þá eins og í bylgjum yfir land okkar og (raunar yfir alla jörðina) og valda skaða á eignum og mannslífum. — Þörfin á að verjast þessum illu, aðsendu áhrifum er mikil og augljós, en til þess, að það mætti takast, yrði að taka upp nánari og betri sambönd við lífstefnumannkyn annarsstaðar í geimi, sem veitt gætu okkur þá auknu líforku, sem svo mjög er þörfin á, ef ekki á illa að fara. Enda mun ekki standa á vilja hinna lengra komnu. Hindrunin og mótstað- an er öll okkar megin, þ.e. okkar jarðai’búa yfirleitt, að taka á móti hinum góðu og magnandi sambandsáhrifum, er leitt gætu til heilla.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.