Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Síða 42

Morgunn - 01.12.1983, Síða 42
144 MORGUNN Una hafði vaknað við óþægindi sín, rétt í þann mund, sem kona mín hafði orðið fyrir slysinu. d. Um skilning á framansögðu sambandi Ýmsar slíkar sögur eru kunnar, þótt ekki muni ég hér tilgreina fleiri. En mjög eru slíkir atburðir merkilegir. Líkamsástand eins kemur fram á líkama annars og veldur hliðstæðu ástandi. 1 svefni er maður næmari fyrir utanað- komandi áhrifum en í vöku. Draumgjafinn er hér gerand- inn en sofandinn er sá sem tekur á móti. 1 framansögðu dæmi er það kona mín, sem er gerandinn, en Una sem er þolandinn, þ.e. hún verður fyrir því, sem vakandi sam- bandsgjafi reynir. Atvik þessi munu vera fremur óvenju- leg, en gerast þó við og við. IV. SJÁLFSVITUND DRAUMGJAFANS VERÐUR SEM SJÁLFSVITUND DRAUMÞEGANS A. Rangþýðingar Sama er að segja um draumasambönd milli jarðarbúa almennt. 1 fáum tilvikum er hægt að rekja þau til ákveð- inna manna hér á jörð, en þó stundum, eins og nokkur framansögð dæmi sýna. Það mun því varla neinum vafa undirorpið að drauma- sambönd eigi sér stað, þannig að lífsreynsla vakandi manns verði sofandi manni draumur, þótt sjaldnast sé hægt að rekja slíkt til ákveðinna atvika. Lífssamband hins vakandi og hins dreymandi manns er oftast svo náið, að draum- þeganum finnst, að það sé raunverulega hann sjálfur, þótt hið draumséða og hið draumreynda sé á ýmsan hátt öðru- vísi, en hann á að venjast úr vöku. Það er fyrst eftir að vaknað er, og draumurinn rifjaður upp, sem í ljós kemur,

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.