Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 44

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 44
146 MORGUNN en hennar eigið hár. — Hér hefur sambandskona hennar verið að horfa á sitt eigið hár, og auðvitað varð hárið henni ekki til undrunar. Hér hefur samband draumgjafa og draumþega verið allnáið. Mig dreymdi eitt sinn, að ég var með hár, sítt og rytju- legt, líkt því sem ,,bítlar“ svokallaðir gengu með um eitt skeið. Ótal dæmi eru þess, að í draumi er útlit okkar annað en í vöku. Og sama er að segja um þá menn, sem okkur dreymir, og sem við þýðum fyrir einhverja okkur kunnuga í vöku. Það kemur svo til aldrei fyi’ir að hinir draumséðu vinir, líkist að öllu þeim sem við þekkjum í vöku. Oft er þó ekki hægt að ganga úr skugga um þetta atriði, vegna ónógrar athygli i draumnum eða ónógs skýrleika draum- sýnarinnar. Allt virðist þetta samt þenda til draumsýna, sem okkur eru ókunnugar úr vöku. • V. DltAUMASAMBÖND VIÐ ÍBÚA ANNARRA STJARNA Þótt undarlegt kunni að virðast, þá er trúlegt, að flestir draumar eigi uppruna sinn að rekja út fyrir jörð okkar, þ.e. til íbúa annarra hnatta, og þá í öðrum sólhverfum, því engar jarðstjörnur í okkar sólhverfi munu vera byggðar viti bornum verum, nema okkar jörð. Hún er þannig stað- sett, að hún nýtur hæfilegrar birtu og hita frá sólu, til að hér geti þróast það líf, sem dafnað hefur á milljónum alda. En óteljandi sólum annarsstaðar í geimi hljóta einnig að fylgja lífhæfir fylgihnettir, sem fóstrað geta líf ámóta og það sem við þekkjum, og raunar einnig sumir hverjir, líf, sem margfalt lengra er komið að fullkomnun, viti, fegurð og góðvild, svo að mjög langt tekur fram mannlífi okkar jarðar. Þar sem ég er nú að tala um drauma og draumasambönd

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.