Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 46

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 46
148 MORGUNN — Hliðstæðir draumar, um framandi stjömuhimin, dýr og jurtir, munu vera allalgengir. D. Svif í draumi Þá má enn nefna svifdrauma, en það mun flesta hafa hent að dreyma að þeir væru að svífa yfir jörðu, og þá stundum hátt en stundum lágt, og orðið að leggja sig misjafnlega fram, til að geta svifið. Nú vitum við öll, að enginn kann þá íþrótt, hér á jörðu, að geta svifið. En ekki er ólíklegt og raunar alveg víst, að lengra komnir íbúar annarra hnatta hafa þann hæfileika. Ekki mun þar koma til eigin léttleiki einungis, heldur miklu fremur sú samstilling íbúanna og sameiginlegt iífaflsvæði, sem gerir þeim kleift að yfirvinna þyngdarafl hnattar síns, með sam- stilltu hugarátaki margra. Munu ferðalög mjög tíðkuð með þeim hætti, þar sem lengra er komið, og lífafl hvers eins og almenn samstilling á margfalt hærra stigi en hér er enn. 1 mörgum framlífssögnum, rituðum ósjáifrátt eða f.vrir miðilsmunn, er einmitt sagt frá þessum ferðamáta, svifi í lofti, og hversu mjög menn njóta þeirrar athafnar. E. Framlífssagnir Víða eru einnig, i slikum sögnum, lýsingar á öðrum fyrirbærum, svo sem öðruvísi sólum, tunglum, dýrum, jurt- um, fjöllum og ótalmörgu fleiru, sem að ýmsu leyti er annað, en það sem við jarðarbúar þekkjum, þrátt fyrir ýmislegt, sem er líkt. — í svo til öllum slíkum sögnum kemur fram, að um jarðneskt og líkamlegt líf er að ræða, jafnvel þótt ekki sé alltaf tekið fram að um aðra hnetti sé að ræða. Benda má, í þvi sambandi, á rit eins og ,,Margar vistarverur", eftir Dewding lávarð, útg. 1948 og „Dagbók að handan“, eftir J. Sheerwood, útg. 1969 þar, sem mjög vel kemur fram, að um líkamlegt líf og efnis- kennda tilveru er að ræða.

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.