Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 49

Morgunn - 01.12.1983, Page 49
FJÓRAR SÝNIR 151 Guðdómleg fylking Mig langar til að segja frá því, sem fyrir mig bar sunnu- daginn fyi’stan á jólaföstu 1944. Konan mín elskuleg, Vil- borg Margrét Magnúsdóttir, var búin að vera veik meira og minna frá því um haustið, svo hún varð að leggjast í rúmið, en nefndan dag sátum við saman á legubekk eins og við vorum vön, þegai' messum var útvarpað. Hún var alltaf vön að syngja sálmana með, sem sungnir voru, en í þetta skipti gat hún ekki sungið vegna veikinda. Séra Árni Fríkirkjuprestur flutti þá messu, sem útvarpað var. Þegar presturinn var nýkominn upp í stólinn kom Ari meðhjálp- ari í Hallgrímskirkju inn til okkar og hlýddi á messuna og söng á eftir. Þegar presturinn hafði lokið við postula- kveðjuna komst ég í ástand, sem ég hef oft komist í bæði fyrr og síðar. Ég var kominn upp á háa hæð. Það var myrkur í lofti, en bjart rof í vestri. Mér sýndist eins og glóandi vírteinar skjótast um í myrkrinu, en báru enga birtu. Þetta var nálægt sjó; það var mikill öldugangur. Ég sá mjög bjart ljós glampa, þegar öldurnar gengu sem hæst, en hurfu niður í öldudalina á milli. Svo var ég aftur kom- inn í sæti mitt og á augnabliki kominn upp aftur; stóð þá á geysiháum gjárbakka. Gjáin var líkust tröðum, en í botni gjárinnar var yndisfögur grasslétta, allt var svo bjart sem glóandi sólskin. Ég leit suður eftir gjánni. Sá ég þá ótölu- legan fjölda hvítklæddra mannvera koma marsérandi. Slík sjón hefur aldrei borið fyrir mín augu fyrr né síðar. Allar þessar verur voru brosandi og einhver guðdómlegur friður yfir öllu. Þar, sem ég stóð, voru hamrarnir lægstir, svo ég sá ailt sem fram fór. En þegar þessi guðdómlega fylking kom á móts við mig, sneri hún við og hvarf mér að öllu. Að þessu loknu sneri ég mér við, og sá ég þá fyrir mér bratta klettabrekku, mjög ógreiðfæra. Þá kom ég auga á líkfylgd, líkvagninn á undan, hann stöðvaðist við lítinn hellisskúta, við það vaknaði ég úr þessu ástandi. Þetta bar svo fljótt fyrir mig, að það var ekki farið að syngja

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.